Viðskiptaráð varar við Euro Business Guide

Viðskiptaráð vill vekja athygli aðildarfélaga sinna sem og annarra íslenskra fyrirtækja á fjölpóstum frá erlendum fyrirtækjum á borð við Euro Business Guide. Viðskiptahættir þessara aðila eru einkar vafasamir og ganga þannig fyrir sig að fyrirtækjum er sendur tölvupóstur þar sem þau eru hvött til að skrá sig á tiltekna fyrirtækjalista á vefnum, sjá hér. Gefið er til kynna að skráning sé án endurgjalds en í smáa letrinu kemur fram að viðkomandi sé að skrá fyrirtækið til þriggja ára og þurfi fyrir það að greiða 990 evrur árlega.

Viðskiptaráð hefur áður varað við starfsemi af þessu tagi, en þessir tölvupóstar eru sendir út með reglulegu millibili. Ef svo vill til að fyrirtæki hafi fyrir misgáning skráð sig á þessa lista þá minnir ráðið á tilmæli Ríkislögreglustjóra í þá veru að hundsa greiðsluseðla frá þessum aðilum sem og allar hótanir um lögfræðiinnheimtu. Þá hvetur ráðið fyrirtæki til að endursenda öll gögn sem þau hafa fengið frá þessum aðilum með bréfi þar sem allri greiðsluskyldu er hafnað. Fyrirmynd að slíku bréfi má nálgast hér.

Tengt efni

Hvert fer álið og hvaðan koma ávextirnir?

Greining á viðskiptum okkar við helstu viðskiptalönd – augljósar vísbendingar um ...
8. des 2021

Nú er bara að hefjast handa

Á Skattadeginum 2022 var sjónum beint að nauðsynlegum umbótum í íslensku skattkerfi
13. jan 2022

The Case of Finland and the EMU: Stabilizing a Small Economy

Thursday April 2nd Ilkka Mytty, Financial Counsellor at the Finnish Ministry of ...
2. apr 2009