Morgunverðarfundur: Allar forsendur til staðar til að endurreisa traust á bönkum

Í gærmorgun hélt Viðskiptaráð Íslands morgunverðarfund undir yfirskriftinni Áhrif banka á rekstrarumhverfi fyrirtækja. Meðal framsögumanna var Þorsteinn Þorsteinsson, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, en erindi hans varðaði fjármagnsskipan ríkisbanka út frá samningaviðræðum gömlu og nýju bankana og ríkisins.

Meginmarkmið þeirra viðræðna að sögn Þorsteins voru þrjú; að halda bankakerfinu gangandi, að kröfuhafar fengju hámarks endurgjald og að ríkið fengi hæfilega ávöxtun af eiginfjárframlagi sínu. Af þessu tók fjármagnsskipan bankanna mið, en ákveðið var að eiginfjárhlutfall þeirra yrði 12% í ljósi álagsprófana sem sýndu mögulegt hámarkstap uppá 8%.

Í máli Þorsteins kom jafnframt fram að bankarnir yrðu allir brátt fullfjármagnaðir og ættu í kjölfarið að vera fullfærir um að sinna endurskipulagningu fyrirtækja og öðrum úrlausnarefnum. Með þetta í huga væru allar forsendur til staðar til að endurreisa traust á bönknum, en það væri bankanna að vinna að því marki.

Ræða Þorsteins verður aðgengileg á vef ráðsins innan tíðar.

Tengt efni

Umsagnir

Forgangsröðun í þágu verðmætasköpunar

Á þessum tímapunkti þurfa stjórnvöld að forgangsraða í ríkisfjármálum til ...
20. okt 2020
Fréttir

Gagnleg umræða um áhrif banka á rekstrarumhverfi fyrirtækja

Í morgun hélt Viðskiptaráð Íslands fjölsóttan morgunverðarfund á Grand Hótel til ...
26. nóv 2009
Fréttir

Ný löggjöf um persónuvernd: Vel heppnuð vinnustofa

Á vinnustofu Viðskiptaráðs og Logos í gærmorgun, veittu Hjördís Halldórsdóttir ...
15. des 2017