Stjórnarhættir - Námsstefna

Þann 14. maí 2018 verður haldin heilsdags námsstefna í stjórnarháttum með áherslu á hagnýta nálgun fyrir íslenskan markað, þar með talið bestu starfshætti fyrir lífeyrissjóði, fyrirtæki og fjármálastofnanir.

Námsstefnan er ætluð stjórnarmönnum fyrirtækja og stofnana, æðstu stjórnendum þeirra, riturum stjórna, lögmönnum, endurskoðendum, einkafjárfestum og stofnanafjárfestum s.s. lífeyrissjóðum, vátryggingafélögum og verðbréfasjóðum.
  • Hvenær: 14. maí 2018
  • Hvar: Veröld – hús Vigdísar Finnbogadóttur við Háskóla Íslands
  • Hvenær: 8.30-16.00
    - 16.30-18.00 kokteill í boði Anne-Tamarra Lorre Sendiherra Kanada á Íslandi
  • Verð: 30.000 kr.
  • Verð (ef 4 eða fleiri frá sama fyrirtæki): 22.500 kr.

Miðasala er hafin hér

Dagskrána í heild sinni má lesa hér

Í Kanada er að finna suma af stærstu lífeyrissjóðum í heimi sem jafnframt eru leiðandi á sviði stjórnarhátta, s.s. Canada Pension Plan og Ontario Teachers‘ Pension Plan. Kanada fór heldur ekki varhluta af alþjóðlegri fjármálakreppu sem þar í landi var miklu leyti rakin til skorts á eftirliti með starfsemi fjármálafyrirtækja, þ.e. fjárfestingabankastarfsemi annars vegar og viðskiptabankastarfsemi hins vegar, ásamt skort á viðeigandi áhættustýringu og fjárstýringu.

Um er að ræða einstakt tækifæri til að hlýða á tvo af fremstu sérfræðingum Kanada sem einnig hafa áratuga reynslu af stjórnun og stjórnarsetu, m.a. í stjórnum fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða, og ráðgjöf þar að lútandi.

  • Hvernig geta íslenskir bankar undirbúið skráningu hlutabréfa sinna á markað?
  • Hvernig geta íslensk stjórnvöld og Fjármálaeftirlitið að undirbúið laga- og regluumhverfið, fylgt eftir góðum stjórnarháttum og stuðlað að sjálfbærri stefnu til lengri tíma?
  • Hvernig skapa góðir stjórnarhættir og samskipti við fjárfesta verðmæti og laða að alþjóðlega langtímafjárfesta?
  • Eru íslenskir lífeyrissjóðir undirbúnir til að axla þá ábyrgð sem gerð er til þeirra sem fjárfesta og stjórnarhátta þeirra?
  • Áherslur líðandi stundar, s.s. cybersecurity og áreitni á vinnustað.
  • Tekin verða raunhæf dæmi sem eiga við um markaðinn á Íslandi, þar á meðal um stjórnarhætti eftirlitsskyldra fyrirtækja og fjárfesta, s.s. banka og lífeyrissjóða.

Fyrirlesarar, meðal annarra:

Hari Panday er sérfræðingur í stjórnarháttum með áratuga reynslu á fjármála- og tryggingamörkuðum í Kanada og í Bandaríkjunum. Hari Panday er jafnframt kennari við York University og er formaður stjórnar Pro-Demnity Insurance Company og formaður endurskoðunarnefndar og varaformaður fjárfestingarnefndar Tarion Warranty Corporation.
Randy Bauslaugh er meðeigandi á lögmannsstofunni McCarthy Térault í Toronto og hefur 30 ára reynslu á sviði ráðgjafar við stofnun lífeyrissjóða, stjórnarhætti þeirra, samruna, endurskipulagningu, stefnumótun vegna fjármagnsskipan og endurskipulagningu á fjármagnsskipan þeirra. Ráðgjöf hans nær til lífeyrissjóða, fyrirtækja, stofnana og slitastjórna ásamt kanadískra og alþjóðlegra stjórnvalda.
Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða
Harpa Ólafsdóttir, stjórnarformaður Gildis

Námsstefnan er haldin af Danielle Pamela Neben viðskiptafræðingi og Helgu Hlín Hákonardóttur hdl. - í samstarfi við Nasdaq á Íslandi, Landssamtök lífeyrissjóða, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands

Tengt efni

Marel hlaut viðurkenningu fyrir sjálfbærniskýrslu ársins

Viðurkenning fyrir sjálfbærniskýrslu ársins var veitt í hádeginu við hátíðlega ...
8. jún 2023

Reiðir pennar

Haukur Viðar Alfreðsson, doktorsnemi í skattahagfræði, segir Viðskiptaráð fara ...
15. sep 2022

Hækkun bankaskatts er bjarnargreiði

Hver greiðir raunverulega bankaskattinn?
17. feb 2022