Skýrsla um ríkisfjármál í desember

Viðskiptaráð hefur um árabil látið sig varða aðgerðir stjórnvalda á sviði ríkisfjármála. Í þeim efnum hefur ráðið barist fyrir samkeppnishæfara skattkerfi fyrir atvinnulíf og almenning. Um leið hefur ráðið vakið athygli á mikilvægi þess opinber útgjöld vaxi ekki úr hófi. Til að leggja stjórnvöldum lið í því verkefni hefur ráðið m.a. lagt til grundvallarbreytingar á ferli og viðmiðum fjárlagagerðar, en þær tillögur voru ræddar í skýrslu ráðsins frá 2008 Útþensla hins opinbera: orsakir, afleiðingar og úrbætur.

Þá hefur Viðskiptaráð fylgst náið með aðgerðum stjórnvalda á sviði ríkisfjármála á undanförnum vikum og mánuðum, sem margar hverjar eru afar misráðnar. Bæði fjárlagafrumvarp næsta árs og nýleg frumvörp á sviði skattlagningar bera með sér ríka niðurskurðarfælni af hálfu stjórnvalda – á tímum þegar lítið svigrúm er til slíkra viðhorfa. Til að liðsinna stjórnvöldum í þeim erfiða vanda sem ríkissjóður stendur frammi fyrir hefur ráðið skoðað mögulegar leiðir til úrlausnar.

Um miðjan desember verða niðurstöður þessarar vinnu kynntar með útgáfu skýrslu þar sem þær tillögur sem heppilegt væri að stjórnvöld tækju til nánari skoðunar við aðlögunaraðgerðir sínar í ríkisfjármálum verða reifaðar.

Tengt efni

Háskólinn í Reykjavík efstur íslenskra skóla á lista Times Higher Education

Háskólinn í Reykjavík er í efsta sæti í mati á hlutfallslegum viðmiðum ...
3. sep 2021

Upplifa kynin vinnustaðinn á ólíkan hátt?

Árleg könnun á stöðu, upplifun og líðan starfsfólks í fyrirtækjum á Íslandi þar ...
19. jan 2021

Hálendisþjóðgarður þarfnast betri undirbúnings

Viðskiptaráð getur ekki stutt Hálendisþjóðagarð í óbreyttri mynd og leggur til ...
3. feb 2021