Dagskrá Viðskiptaþings 2018

Samkeppni og hefðbundnir viðskiptahættir eru að breytast á leifturhraða á tímum sögulegra framfara í tækni. Viðskiptaþing 2018, sem fram fer 14. febrúar, mun fjalla um hvernig tæknin er að endurskrifa leikreglur viðskiptalífsins. Aðalfyrirlesari þingsins 2018 er Andrew McAfee, einn eftirsóttasti ráðgjafi heims á sviði stafrænna tæknibreytinga. Einnig fáum við að hlýða á danska tæknigúrúinn og frumkvöðulinn Tommy Ahlers sem situr í tæknirofsráði Danmerkur (d. disuptionrådet). Tommy mun fræða okkur um það hvernig danska ríkið hefur hugað að samkeppnishæfni landsins með stefnumótandi aðgerðum og sér tækniráði þeim tengdum. Umræður með ráðherrum fylgja í kjölfarið undir forystu Bergs Ebba Benediktssonar, framtíðarfræðings.

Dagskrána í heild sinni má sjá hér.

Tengt efni

Morgunfundur með samgönguráðherra Grænlands

Grænlensk- íslenska viðskiptaráðið býður til opins fundar með Knud Kristiansen ...
30. okt 2015

Hvernig á að fjármagna húsnæðiskerfið?

Dansk-íslenska viðskiptaráðið og Icelandair standa fyrir morgunverðarfundi um ...
1. júl 2014

Viðskiptaþing 2018 - S T R A U M H V Ö R F

Samkeppni og hefðbundnir viðskiptahættir eru að breytast á leifturhraða á tímum ...
14. feb 2018