Evra myndi auðvelda afnám hafta

Ákvörðun um upptöku evru í gegnum evrópskt myntsamstarf felur í sér heppilegra umhverfi til losunar hafta með auknum stöðugleika og þrótti íslensks atvinnulífs, hvort sem losun hafta verður hröð eða hæg. Jafnframt virðist auðveldara að losa fjármagnshöftin hratt með upptöku evru í farvatninu og efnahagssveiflur við hraða losun verða minni.

Þetta er niðurstaða nýrrar sviðsmyndagreiningar KPMG sem unnin var að beiðni Alþýðusambands Íslands, Félags atvinnurekenda, Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands. Skýrslan var kynnt opinberlega á morgunverðarfundi á skrifstofum KPMG í Borgartúni í morgun.

Í sviðsmyndagreiningunni kom einnig fram að óvissan um framtíðaráform um losun hafta hefur neikvæð áhrif á viðskiptalífið. Trúverðug áætlun um losun hafta sé því mikilvæg fyrir tiltrú fyrirtækja og framtíðarsýn. Slík áætlun myndi þannig auðvelda fyrirtækjum áætlanagerð og ákvarðanatöku og birtast í aukinni innlendri fjárfestingu, minna brotthvarfi og aukinni nýliðun fyrirtækja.

Greiningu KPMG má nálgast í rafrænni útgáfu á vefsíðu fyrirtækisins.

Einnig er hægt að nálgast prentaða útgáfu á skrifstofu Viðskiptaráðs.

Tengt efni

Þess vegna á að selja hlut í Íslandsbanka

Áhætta, mikill fórnarkostnaður og vaxandi samkeppni eru meðal ástæðna fyrir því ...
22. jan 2021

Forgangsraða þarf aðgerðum í loftslagsmálum

Nauðsynlegt er að kostnaðar- og ábatagreinaþær aðgerðir sem ráðast á í svo hægt ...
5. okt 2020

Að spá fyrir um það sem hefur aldrei gerst

Sé kíkt undir húddið sést að atvinnuleysi er sá þáttur sem ræður einna mestu um ...
13. maí 2020