Fjórir nýir félagar í Viðskiptaráði

Á undanförnum mánuðum hefur bæst í félagatal Viðskiptaráðs og hafa eftirtalin fyrirtæki gerst aðilar að ráðinu:

Bókun

  • Sérhæfir sig í að gera svæðisbundnum ferðaþjónustufyrirtækjum kleift að vinna saman og krossselja vörur hvers annars.

Crowbar Protein

  • Framleiðir matvæli sem innihalda skordýr. Fyrsta varan er próteinstykkið Jungle Bar, sem búið er til úr ávöxtum, fræjum, súkkulaði og krybbuhveiti.

Sápusmiðjan

  • Framleiðir sápur úr jurtaolíum og hefur einnig nýtt ösku úr Eyjafjallajökli í framleiðslu sína.

Tagplay

  • Fyrirtækið framleiðir hugbúnaðarkerfi sem gerir fyrirtækjum kleift að stjórna heimasíðum eingöngu með samfélagsmiðlum.

Viðskiptaráð býður ofangreind fyrirtæki velkomin í hópinn og hlakkar til árangursríks samstarfs á komandi árum.

Tengt efni

FRIS Beaujolais

Nýja vínið Beaujolais Nouveau er væntanlegt til landsins og við viljum njóta ...
17. nóv 2016

Lífið finnur leið - kynning fyrir aðildarfélaga

Viðskiptaráð Íslands býður aðildarfélögum sínum á einkakynninguna Lífið finnur ...
8. apr 2019

Nýir félagar í Viðskiptaráði

Það sem af er á árinu 2008 hafa eftirtalin fyrirtæki gerst aðilar að Viðskiptaráði;
17. jan 2008