Fjórir nýir félagar í Viðskiptaráði

Á undanförnum mánuðum hefur bæst í félagatal Viðskiptaráðs og hafa eftirtalin fyrirtæki gerst aðilar að ráðinu:

Bókun

  • Sérhæfir sig í að gera svæðisbundnum ferðaþjónustufyrirtækjum kleift að vinna saman og krossselja vörur hvers annars.

Crowbar Protein

  • Framleiðir matvæli sem innihalda skordýr. Fyrsta varan er próteinstykkið Jungle Bar, sem búið er til úr ávöxtum, fræjum, súkkulaði og krybbuhveiti.

Sápusmiðjan

  • Framleiðir sápur úr jurtaolíum og hefur einnig nýtt ösku úr Eyjafjallajökli í framleiðslu sína.

Tagplay

  • Fyrirtækið framleiðir hugbúnaðarkerfi sem gerir fyrirtækjum kleift að stjórna heimasíðum eingöngu með samfélagsmiðlum.

Viðskiptaráð býður ofangreind fyrirtæki velkomin í hópinn og hlakkar til árangursríks samstarfs á komandi árum.

Tengt efni

Ekki svigrúm til aukinna útgjalda

Umsögn Viðskiptaráðs um fjármálaáætlun
16. maí 2022

Ríkið kyndir undir verðbólgu

Leiðrétt fyrir stöðu hagsveiflunnar eru ríkisfjármálin að styðja svipað mikið ...
13. des 2021

Ný stjórn Viðskiptaráðs Íslands

Úrslit formanns- og stjórnarkjörs fyrir tímabilið 2022-2024 voru kynnt á ...
10. feb 2022