Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum - Tveir nýir úttektaraðilar

Tveir nýir viðurkenndir úttektaraðilar hafa bæst í hóp þeirra sem annast matsferli Fyrirmyndarfyrirtækja í stjórnarháttum, en þeir eru Strategía ehf. og RoadMap ehf.

RoadMap var stofnað árið 2014 af þeim Evu Margréti Ævarsdóttur, Helgu Láru Hauksdóttur og Hildi Hauksdóttur, en fyrirtækið veitir ráðgjöf til fyrirtækja og stofnana sem vilja stunda ábyrga viðskiptahætti. Þjónustuþættir RoadMap eru ráðgjöf á sviði umhverfis- og samfélagsábyrgðar, stjórnarhátta og annarra starfs- og siðareglna fyrirtækja sem og lögfræðiráðgjöf til fyrirtækja.

Strategía var stofnuð í byrjun árs 2014 af þeim Guðrúnu Ragnarsdóttur, Helgu Hlín Hákonardóttur og Svövu Bjarnadóttur. Strategía veitir ráðgjöf við stefnumótun og stjórnun breytinga og um lögboðna stjórnarhætti, ásamt því að standa fyrir stjórnendaþjálfun og ráðgjöf.

Það er Rannsóknarmiðstöð í stjórnarháttum við Háskóla Íslands sem metur hæfi aðila sem óska eftir að annast þann hluta úttektarferlisins sem snýr að söfnun gagna, viðtölum við stjórnarmenn og skýrslugjöf til miðstöðvarinnar. Til þess að öðlast og viðhalda viðurkenningu Rannsóknarmiðstöðvarinnar þurfa slíkir aðilar að:

  1. Geta sýnt Rannsóknarmiðstöðinni fram á reynslu og þekkingu á sviði stjórnarhátta fyrirtækja, einkum á Íslandi, áður en tekið er til starfa.
  2. Haga störfum sínum af heilindum og gæta fyllsta trúnaðar gagnvart félaginu.
  3. Upplýsa um hagsmunaárekstra, t.a.m. ef sama fyrirtæki annast endurskoðun félagsins, og hvernig brugðist er við þeim.
  4. Falla frá því að annast úttekt fjármálafyrirtækja og vátryggingafélaga annist úttektaraðili jafnframt endurskoðun þeirra
  5. Vinna í samræmi við matsferli Rannsóknarmiðstöðvarinnar
  6. Skila af sér skýrslu til félagsins með niðurstöðum sínum, sem jafnframt er skilað til Rannsóknarmiðstöðvarinnar.

Nánari upplýsingar um viðurkennda úttektaraðila má finna hér.

Tengt efni

Fullt hús á námskeiði Viðskiptaráðs og LOGOS

Helga Melkorka Óttarsdóttir og Arnar Sveinn Harðarson fjölluðu um breytingar á ...
10. mar 2023

Ný stjórn Viðskiptaráðs Íslands

Úrslit formanns- og stjórnarkjörs fyrir tímabilið 2022-2024 voru kynnt á ...
10. feb 2022

Stytting stúdentsprófs - flas eða framfaraspor?

Í dag verður haldið málþing í sal Verzlunarskóla Íslands um styttingu náms til ...
12. apr 2005