Heimsókn til Orf líftækni

Það er kappsmál að heyra og skilja áskoranir aðildarfélaga okkar og hvernig við getum beitt okkur fyrir því að hlúa að rekstrarumhverfi þeirra.

Starfsfólk Viðskiptaráðs heimsótti á dögunum verksmiðju Orf líftækni við Grindavík. Félagið sem stofnað var árið 2001 hefur undanfarin ár einbeitt sér að sölu og uppbyggingu vörumerkisins Bioeffect á alþjóðlegum mörkuðum en hlaut í sumar styrk frá Evrópusambandinu til framleiðslu á nýrri vöru sem felur í sér þróun og framleiðslu á dýravaxtarþáttum fyrir stofnfrumuræktun á kjöti.

Liv Bergþórsdóttir, sem tók við sem forstjóri félagsins í apríl síðastliðnum og hefur því þurft að stýra félaginu í gegnum heimsfaraldurinn, tók á móti starfsfólki en með henni var Björn Lárus Örvar, yfirmaður rannsókna og nýsköpunar.

Viðskiptaráð hefur talað fyrir því að styrkja þurfi stoðir erlendra gjaldeyristekna á Íslandi og skapa hér eftirsóknarverð störf. Það er því kappsmál að heyra og skilja áskoranir aðildarfélaga og hvernig ráðið getur beitt sér í því að hlúa að rekstrarumhverfi þeirra.

Við þökkum Liv, Birni og Orf líftækni kærlega fyrir móttökurnar og það veganesti sem starfsfólk Viðskiptaráðs fékk inn í veturinn í heimsókninni.

Tengt efni

Tölur í tóma­rúmi og tíma­bundni banka­skatturinn

Skýrasta tækifærið til að bæta kjör landsmanna er að lækka bankaskattinn enn ...
16. maí 2023

Nauðsynlegt að skapa rétta hvata

Umsögn Viðskiptaráðs og SA um endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs ...
31. mar 2023

Hæpnar forsendur og ósjálfbær útgjaldavöxtur

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2023
12. okt 2022