HR einn af hundrað bestu ungu háskólum heims

Háskólinn í Reykjavík er einn af hundrað bestu ungu háskólum í heiminum í dag, samkvæmt lista Times Higher Education sem birtur var í gær. Á listanum eru háskólar 50 ára og yngri og er Háskólinn í Reykjavík í 89. sæti á listanum.
Listi Times Higher Education byggir á mati á þrettán lykilþáttum háskólastarfs, svo sem á gæðum kennslu og rannsókna, fjölda tilvitnana í vísindagreinar eftir starfsmenn háskólans, alþjóðlegum tengslum og samstarfi við atvinnulífið. Lista Times Higher Education - Young Universities má finna hér.

Viðskiptaráð Íslands óskar Háskólanum í Reykjavík til hamingju með þennan glæsilega árangur en Menntasjóður Viðskiptaráðs Íslands (áður SVÍV) stóð að stofnun Háskólans í Reykjavík árið 1998. Skólinn var að grunni til byggður á áratuga reynslu og frábærum árangri Verzlunarskóla Íslands. Síðan þá hefur skólinn tekið miklum breytingum, en stærsta skrefið var vafalaust sameining hans við Tækniháskóla Íslands árið 2005. Háskólinn í Reykjavík býður nú upp á vandað og fjölbreytt nám á mörgum sviðum. Skólinn opnar ótal spennandi tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf til að mæta breyttum tímum og styrkir innviði og samkeppnishæfni íslensks hagkerfis.

Tengt efni

Umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélagi

Umsögn Viðskiptaráðs um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi aðgerðir til ...

Lykillinn að bættum lífsgæðum og auknum tækifærum í atvinnulífi

Umsögn Viðskiptaráðs um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi aðgerðir til ...
21. mar 2023

Klæðlausar Kjarafréttir

Enn og aftur eru nýju fötin sem Keisarinn fékk frá Kjarafréttum í efnisminni ...
20. okt 2022