Ísland í 20. sæti í samkeppnishæfni

Niðurstaða úttektar IMD viðskiptaháskólans á samkeppnishæfni þjóða var kynnt á fundi Viðskiptaráðs og Íslandsbanka í Hörpu í dag. Þema fundarins í ár var menntun og samkeppnishæfni mannauðs.

Ísland hækkar um þrjú sæti á listanum milli ára og situr nú í 20. sæti. Ísland stendur vel að vígi hvað samfélagslega innviði varðar en efnahagsleg frammistaða er lakari. Við stöndum enn langt að baki nágranna okkar í Skandinavíu, í samkeppnishæfni.

Fimm stærstu viðfangsefni Íslands voru útlistuð, en úrlausn þeirra ræður miklu um útkomuna að ári liðnu. Stærstu viðfangsefnin eru:

  • Að draga úr opinberum skuldum með rekstrarumbótum,
  • Að lágmarka neikvæð áhrif sterks galdmiðils á útflutningsgreinar
  • Að ljúka við mótun langtímastefnu í peningamálum
  • Að styðja við efnahagslegan stöðugleika með aukinni samfélagslegri sátt
  • Að auka afgang hins opinbera á uppsveiflutímum

Við renndum í gegnum hagvísana og skoðuðum nokkra sem snúa að menntun og samkeppnishæfni mannauðs. Þar kemur fram að innviðir eru sterkir og útgjöld ofarlega. Blendnar skoðanir atvinnulífs virðast vera á íslenskum mannauði og menntun. Útgjöld hins opinbera skila sér ekki endilega í námsárangri og umhverfi er ekki aðlaðandi fyrir vel menntað erlent fólk.

Hér má sjá kynningu Kristrúnar Frostadóttur, hagfræðings ráðsins.

Hér má horfa á fundinn í heild sinni.

#samkeppnishæfni

Tengt efni

Með skilvirkt skattkerfi að leiðarljósi

Erindi Öglu Eirar Vilhjálmsdóttur, lögfræðings Viðskiptaráðs, á Skattadeginum 2022.
19. jan 2022

Næstum allt sem þú vilt vita um fjárfestingar

Viðskiptaráð, HR, Nasdaq og Samtök fjármálafyrirtækja standa fyrir opnum ...
28. sep 2021

Engar tekjur og endalaus útgjöld? Greining á loforðum flokkanna

SA og VÍ áætla að afkoma ríkissjóðs gæti versnað um allt að 250 milljarða. ...
22. sep 2021