Morgunverðarfundur um landbúnaðarkerfið 25. mars

Miðvikudaginn 25. mars stendur Viðskiptaráð Íslands fyrir morgunverðarfundi um íslenska landbúnaðarkerfið. Fjallað verður um æskilegasta fyrirkomulag landbúnaðarkerfisins frá sjónarhóli neytenda annars vegar og framleiðenda hins vegar.

Erindi flytja Daði Már Kristófersson, forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands (sjónarhorn neytenda) og Erna Bjarnadóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands (sjónarhorn framleiðenda).

Að erindum loknum taka frummælendur þátt í umræðum með Sigurði Inga Jóhannssyni, landbúnaðarráðherra. Fundarstjóri verður Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.

Fundurinn er öllum opinn og opið er fyrir skráningar. Þátttökugjald er 2.900 kr. og er morgunverður innifalinn.

Dagsetning: miðvikudagur 25. mars 2015
Tímasetning: 8.30-10.00 (morgunverður frá kl. 8.15)
Staðsetning: Grand Hótel Reykjavík, Hvammur

Skráning fer fram hér

Tengt efni

Ómálefnaleg mismunun og dregið úr fjölbreytni

Umsögn Viðskiptaráðs um drög að frumvarpi til áfengislaga (mál nr. 596)
9. jún 2022

Fullkomin óvissa um kostnað ríkissjóðs

Umsögn Viðskiptaráðs um breytingu á lögum um tímabundnar endurgreiðslur vegna ...
2. jún 2022

Í góðum félagsskap evrópsks eftirlits

Nú þegar þörfin er sem allra brýnust er vonandi að þingheimur átti sig á því ...
7. maí 2020