Nýr félagi: CATO lögmenn

Enn bætist í félagatal Viðskiptaráðs og hafa CATO lögmenn nú gerst aðilar að ráðinu. CATO lögmenn bjóða upp á alhliða lögfræðiþjónustu og hafa mikla reynslu af þjónustu við innlend og alþjóðleg fyrirtæki og öllu sem viðkemur rekstri þeirra. Stofan er byggð á grunni tveggja lögmannsstofa, Lögmanna við Austurvöll og JÁS Lögmanna og tók til starfa í febrúar 2011.

Viðskiptaráð býður CATO lögmenn velkomna í hópinn og hlakkar til árangursríks samstarfs á komandi árum.

Tengt efni

Vinnumarkaður: Lágmörkun óvissu eða uppspretta óvissu?

Fátt bendir til þess að vinnumarkaðurinn verði veigaminni óvissuþáttur á næstu ...
18. feb 2021

Dómskerfið: Annar möguleiki í stöðunni

Haraldur I. Birgisson, lögfræðingur Viðskiptaráðs, ritaði eftirfarandi grein um ...
3. des 2009

Smáþing 2013

Fimmtudaginn 10. október kl. 14-17 verður Smáþing haldið á hótel Hilton ...
10. okt 2013