Ráðstefna um alþjóðlegan gerðardómsrétt

Gerðardómur Alþjóða viðskiptaráðsins (ICC - International Court of Arbitration) stendur fyrir ráðstefnu og vinnustofu hér á landi í samstarfi við Viðskiptaráð og fleiri þann 7. - 8. september nk. Fer ráðstefnan fram í Háskólanum í Reykjavík og vinnustofan í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35.

Ráðstefnan er fyrir lögmenn, dómara, lögfræðinga fyrirtækja og opinberra aðila, starfsmenn fyrirtækja í alþjóðlegri starfsemi, ráðgjafa sem sérhæfa sig í alþjóðlegri samningagerð til fyrirtækja og aðra áhugasama um kosti gerðarmeðferðar í tengslum við úrlausn ágreiningsmála.

Hér má lesa nánar um dagskrá og tryggja sér miða.

Tengt efni

Ráðstefna um alþjóðlegan gerðardómsrétt

Gerðardómur Alþjóða viðskiptaráðsins (e. ICC International Court of Arbitration) ...
7. sep 2017

Vinnustofa um nýja persónuverndarlöggjöf

Miklar breytingar eru framundan með nýrri evrópskri persónuverndarlöggjöf en ...
14. des 2017

Ný löggjöf um persónuvernd: Vel heppnuð vinnustofa

Á vinnustofu Viðskiptaráðs og Logos í gærmorgun, veittu Hjördís Halldórsdóttir ...
15. des 2017