Regluverk: stjórnsýslan vinni í takt við stjórnmálin

Regluverk atvinnulífsins var viðfangsefni nýlegrar úttektar í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, undir yfirskriftinni „Minni fyrirtæki kæfð í reglugerðum.“ Þar kemur fram að í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar sé hvatt til þess að meira verði gert til að draga úr regluverki hérlendis.

Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, telur stjórnsýsluna ekki vinna í takt við stjórnmálin og að atvinnurekendur standi frammi fyrir fjölmörgum áskorunum þegar kemur að opinberu regluverki. Neikvæð áhrif regluverksins komi fyrst og fremst fram hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þau hafi ekki her sérfræðinga sem geti skoðað regluverkið og löggjöfina og hafa því minni burði til að fylgja því.

Björn telur að vinnubrögð í stjórnsýslunni þurfi ekki síður að bæta en regluverkið sjálft. Skortur sé á leiðbeiningum, málsmeðferðartími sé langur og almenns ósveigjanleika og skorts á þjónustulund gæti hjá mörgum opinberum stofnunum. Þó að ríkisstjórnin hafi lýst yfir að regluverkið eigi að vera einfaldara og skilvirkara fyrir atvinnulífið þá sé stjórnsýslan því ekki að fylgja því.

Mikilvægt er að reglugerðarbreytingum fylgi einnig viðhorfsbreyting hjá opinberum stofnunum og Björn bendir á að það sé ekki einungis á sviði ríkisvaldsins sem einfalda þurfi regluverkið. Sama eigi við um sveitastjórnarstigið. Hann vísar í reynslusögu Nam sem hugðist opna veitingastað á Laugavegi í sama húsnæði og ferðaskrifstofan Around Iceland. Þegar allt var reiðubúið fyrir opnun komu borgaryfirvöld í veg fyrir opnun staðarins á grundvelli þess að hlutfall veitingastaða og verslana væri komið yfir 30% á skipulagssvæðinu.

Lesa umfjöllun Markaðarins (9. september)

Tengt efni

Gullhúðun og refsigleði í nýjum markaðssetningarlögum

Þingið hefur til umfjöllunar frumvarp til nýrra markaðssetningarlaga sem er ...
5. jún 2024

Enn er stefnt að íþyngjandi innleiðingu

Viðskiptaráð ásamt Samtökum atvinnulífsins og Samtökum fjármálafyrirtækja ...
12. okt 2023

Kostnaðarsöm leið að göfugu markmiði

Ný greining frá Viðskiptaráði á kostnaði íslenskra fyrirtækja vegna íþyngjandi ...
5. júl 2023