Úrslit International Chamber Cup golfmótsins

Alþjóðlegt golfmót Viðskiptaráðs og millilandaráðanna fór fram í gær í blíðskaparviðri á Korpúlfsstaðavelli. Í liðakeppni mótsins, Chamber Cup, var keppt um forláta farandbikar og var það lið Spænsk-íslenska viðskiptaráðsins sem hafði sigur eftir jafna og harða baráttu.

Á myndinni hér til hægri má sjá sigurvegara í liðakeppni. Þeir eru (frá vinstri); Erlendur Gíslason, Patrick Ramette, Ljósbrá Baldursdóttir og Ásbjörn Björnsson.

Í punktakeppni einstaklinga bar Ljósbrá Baldursdóttir sigur úr býtum með 39 punkta. Jónas Sigurðsson varð í öðru sæti með 37 punkta og í því þriðja varð Cameron Munden með 36 punkta. Helgi Anton Eiríksson sigraði keppni í höggleik en hann lék á 79 höggum. Einnig voru veitt nándarverðlaun á þremur par 3 holum og verðlaun fyrir bestu nýtingu.

Sérstakar þakkir fá eftirtalin fyrirtæki sem studdu við mótið:

Eimskip, Fastus, Icelandair, Íslandsbanki, Landsbankinn, Nathan & Olsen, sendiráð Bretlands, sendiráð Svíþjóðar, sendiráð Þýskalands, Síminn og Ölgerðin.

Myndaalbúm mótsins er aðgengilegt á Flickr-síðu Viðskiptaráðs.

Tengt efni

Úrslit stjórnarkjörs - Ari formaður

Á aðalfundi Viðskiptaráðs sem fram fór í morgun voru kynnt úrslit kosninga til ...
13. feb 2020

Almennar aðgerðir varði leiðina áfram

Með ströngum skilyrðum hlutabótarleiðar er beinlínis gengið gegn þeirri áherslu ...
27. maí 2020

Bjart yfir Svörtuloftum

Fyrir utan að sviðsmyndir bankans endurspegla óvissuna illa með því að vera á ...
27. mar 2020