Viðskiptaráð verðlaunaði nemendur við útskrift HR

Viðskiptaráð Íslands hefur í gegnum tíðina verðlaunað útskriftarnema við útskriftir í þeim skólum sem ráðið starfrækir, Verzlunarskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Laugardaginn 2. febrúar var útskrift Háskólans í Reykjavík þar sem Védís Hervör Árnadóttir, samskipta- og miðlunarstjóri Viðskiptaráðs flutti ræðu og verðlaunaði fjóra nemendur fyrir framúrskarandi námsárangur.

Sagði Védís meðal annars í ræðu sinni: „Það mæðir á mannkyninu nú sem aldrei fyrr að vera hreinlega manneskjur – mögnuð tæknin losar um hendur okkar og það reynir ennþá meira á að rækta hugann og fínpússa ákvarðanatökuna. Leiðtogafærni sem er drifin áfram af tilgangi (sem nær langt út fyrir gróðasjónarmið eingöngu) - verður eftirsóttur hæfileiki hvers og eins, sama hvar hann er niður kominn.“

Eftirtaldir nemendur voru verðlaunaðir:

Meistaraneminn í hópnum - Joseph Karlton Gallogly – MSc í markaðsfræði (MSc in marketing)

Bryndís Gyða Michelsen – BA í lögfræði

Heiðar Snær Jónasson – BSc í rekstrarverkfræði

Magnús Björn Sigurðsson - BSc í tölvunarfræði

Viðskiptaráð óskar þeim Joseph, Bryndísi Gyðu, Heiðari Snæ og Magnúsi Birni til hamingju með árangurinn og óskar þeim gæfu og velfarnaðar í framtíðinni.

Hér má lesa ræðu Védísar Hervarar í heild sinni.

Tengt efni

Viðskiptaráð verðlaunar útskriftarnema í HR

Sjö útskriftarnemar úr Háskólanum í Reykjavík tóku við viðurkenningu frá ...
21. jún 2021

Viðskiptaráð verðlaunar útskriftarnema í HR

Sjö útskriftarnemar úr Háskólanum í Reykjavík tóku við viðurkenningu frá ...
26. jún 2020

Viðskiptaráð verðlaunar útskriftarnema við HR

Viðskiptaráð Íslands hefur í gegnum tíðina verðlaunað framúrskarandi nemendur ...
7. feb 2020