Viðskiptaráð verðlaunar útskriftarnema í HR


Védís Hervör Árnadóttir, samskipta- og miðlunarstjóri ráðsins veitti dúxum hverrar deildar verðlaun. Sigurður Davíð Stefánsson, Hjalti Jón Guðmundsson, Andrea Björnsdóttir og Hanna Ragnarsdóttir hlutu öll verðlaun Viðskiptaráðs Íslands fyrir framúrskarandi námsárangur í grunnnámi.

Viðskiptaráð Íslands verðlaunaði útskriftarnemendur við útskrift HR sem fram fór laugardaginn 16. júní s.l. Viðskiptaráð hefur verðlaunað nemendur með þessum hætti frá því að HR útskrifaði sína fyrstu nemendur, en verðlaunagripurinn í ár var 100 ára hátíðarrit ráðsins er fer m.a. yfir sögu verslunar og viðskipta og þeirra samfélagsbreytinga er fylgdu.

Védís Hervör Árnadóttir flutti hátíðarræðu fyrir hönd ráðsins og sagði meðal annars:

„Eins og eflaust margir hér vita þá var HR valinn einn af hundrað bestu ungu háskólum í heiminum í dag, samkvæmt lista Times Higher Education sem birtur var fyrir um viku síðan. Á listanum eru háskólar 50 ára og yngri. Það er því ærið tilefni í dag að klappa fyrir skólastjórnendum, kennurum og öllum sem að skólastarfinu koma. Listi Times Higher Education byggir á mati á þrettán lykilþáttum háskólastarfs, þar á meðal samstarfi við atvinnulífið.

Samstarfið við atvinnulífið er auðvitað taugin sem leiðir heim til Viðskiptaráðs en Menntasjóður ráðsins stóð að stofnun Háskólans í Reykjavík árið 1998. HR hefur opnað ótal spennandi tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf til að mæta breyttum tímum og styrkir innviði og samkeppnishæfni íslensks hagkerfis.

Við hjá ráðinu erum stolt af uppbyggingu Háskólans í Reykjavík. Viðskiptaráð hefur í heila öld lagt metnað í að styðja við menntun á Íslandi og við teljum það okkar mikilvægasta framlag til atvinnulífs og samfélagsins í heild."

Viðurkenningu hlutu:

Hanna Ragnarsdóttir, fyrir bestan árangur í tölvunarfræðideild

Andrea Björnsdóttir, fyrir bestan árangur í viðskiptadeild

Sigurður Davíð Stefánsson, fyrir bestan árangur í tækni- og verkfræðideild - Bsc í rekstrarverkfræði

Hjalti Jón Guðmundsson, fyrir bestan árangur í lagadeild

Ræða Védísar Hervarar í heild sinni.

Tengt efni

Sjálf­bærni­skýrsla árs­ins 2022

Festa, Stjórnvísi og Viðskiptaráð Íslands veita viðurkenningu fyrir ...
7. jún 2022

Viltu tilnefna sjálfbærniskýrslu ársins?

Viðskiptaráð, Festa og Stjórnvísi verðlauna sjálfbærniskýrslu ársins.
24. mar 2022