Viltu tilnefna sjálfbærniskýrslu ársins?

Viðskiptaráð, Festa og Stjórnvísi veita viðurkenningu fyrir sjálfbærniskýrslu ársins

Viðskiptaráð, Festa og Stjórnvísi kalla eftir tilnefningum vegna viðurkenningar fyrir sjálfbærniskýrslu ársins 2023 (vegna uppgjörs ársins 2022). Frestur til að skila inn tilnefningum rennur út á miðnætti 17. maí 2023 en viðurkenningin verður afhent við hátíðlega athöfn þann 8. júní.

Smelltu hér til að senda inn tilnefningu

Viðurkenningu fyrir sjálfbærniskýrslu ársins hlýtur fyrirtæki eða stofnun sem birtir upplýsingar um sjálfbærni og samfélagsábyrgð sína með markvissum og vönduðum hætti. Skýrslan getur verið í formi vefsíðu, rafræns skjals eða öðrum hætti sem hentar þeim sem hún á erindi við, s.s. fjárfestum, viðskiptavinum, samstarfsaðilum, yfirvöldum og/eða almenningi.

Athygli er vakin á að fyrirtækjum og stofnunum er frjálst að tilnefna eigin skýrslu en dómnefnd mun svo meta allar tillögur sem berast.

Dómnefnd ársins skipa:

  • Reynir Smári Atlason – Creditinfo
  • Jóhanna Hlín Auðunsdóttir – Landsvirkjun
  • Stefán Kári Sveinbjörnsson – Isavia

Líkt og í fyrra mun sérstakt fagráð undirbúa starf dómnefndar og meta þær skýrslur sem hljóta tilnefningu. Fagráðið er skipað þremur nemendum við Háskólann í Reykjavík, sem lokið hafa sérstöku námskeiði um sjálfbæran rekstur og upplýsingagjöf.

Fyrri handhafar viðurkenningarinnar eru:

  • 2018: Landsbankinn
  • 2019: Isavia
  • 2020: Krónan
  • 2021: BYKO og Landsvirkjun
  • 2022: Lífeyrissjóður Verzlunarmanna og Play

Tengt efni

Marel hlaut viðurkenningu fyrir sjálfbærniskýrslu ársins

Viðurkenning fyrir sjálfbærniskýrslu ársins var veitt í hádeginu við hátíðlega ...
8. jún 2023

Endurskoða þarf íþyngjandi ákvæði persónuverndarlaga

Umsögn Viðskiptaráðs, SA, SI, SFS, SVÞ, SAF, Samorku og SFF um frumvarp til laga ...
25. okt 2022

Sjálf­bærni­skýrsla árs­ins 2022

Festa, Stjórnvísi og Viðskiptaráð Íslands veita viðurkenningu fyrir ...
7. jún 2022