Myndband: Fögnum tæknibreytingum og aðlögumst

Viðskiptaráð hefur gefið út myndband um viðfangsefni Viðskiptaþings 2016. Þar kemur fram að íslensk fyrirtæki standa frammi miklum breytingum - bæði á innlendum vettvangi og vegna alþjóðlegrar þróunar. Myndbandið má skoða hér að neðan:

Í myndbandinu eftirfarandi fram:

  • Margir aðilar sem áður kepptu einungis innlandands etja nú kappi vil stór alþjóðleg fyrirtæki.
  • Smæð landsins gerir innlendan rekstur vandasaman. Erfitt getur reynst að ná upp stærðarhagkvæmni í sama mæli og erlendis og miklar sveiflur í efnahagslífinu standa rekstri fyrir þrifum.
  • Fyrirtæki hérlendis búa við ýmsar heimatilbúnar áskoranir. Séríslenskir skattar og reglur geta skapað erlendum aðilum forskot í keppni um viðskiptavini. Að lokum gera íslenskir múrar innlendum fyrirtækjum erfiðara um vik að nýta sér tækifæri alþjóðlegra markaða til fulls.

Hægt er að bregðast við áskorununum með eftirfarandi hætti:

  • Fagna tæknibreytingum sem nú ganga yfir og alþjóðlegri samkeppni sem þeim fylgir.
  • Haga hagstjórn þannig að allir þrír þættir hennar vinni saman og rekstrarumhverfi innlendra fyrirtækja batni.
  • Sníða stakk eftir vexti þegar kemur að stofnunum og regluverki. Sameina stofnanir í færri og sterkari einingar og auka sveigjanleika í regluverki þannig að fyrirtæki geti betur aðlagast þeim breytingum sem ganga nú yfir.
  • Vinna betur saman. Viðhorf og vinnubrögð í stjórnsýslu þurfa að endurspegla betur það hlutverk hins opinbera að skapa sem hagfelldasta umgjörð fyrir sköpun nýrra verðmæta í atvinnulífinu.
  • Ryðja úr vegi hvers konar viðskiptahindrunum. Til dæmis með frekari niðurfellingu tolla og hindrana á erlenda fjárfestingu. Samhliða þarf að efla þá umgjörð sem snýr að því hvernig tekið er á móti einstaklingum sem vilja búa og starfa á Íslandi.

Með því að vinna saman að þessum aðgerðum er innlendum fyrirtækjum gert kleift að mæta breytingum og auka framleiðni sína. Þannig geta sífellt fleiri fyrirtæki og atvinnugreinar fært sig úr innlenda geiranum yfir í alþjóðageirann – þann hluta hagkerfisins sem keppir ekki einungis heima fyrir heldur einnig á alþjóðlegum mörkuðum.

Til lengri tíma litið munu sterk íslensk fyrirtæki sem standast samanburð á heimsleikum hins alþjóðlega markaðar byggja upp þau lífskjör sem okkur bjóðast. Ef vel tekst til er því til mikils að vinna.

Tengt efni

Umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélagi

Umsögn Viðskiptaráðs um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi aðgerðir til ...

Lykillinn að bættum lífsgæðum og auknum tækifærum í atvinnulífi

Umsögn Viðskiptaráðs um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi aðgerðir til ...
21. mar 2023

Sóknarfæri á tímum sjálfvirknivæðingar

Aukinni sjálfvirknivæðingu fylgja áskoranir en um leið ýmis tækifæri
6. apr 2022