Wal van Lierop aðalræðumaður Viðskiptaþings 2017

Wal van Lierop er aðalræðumaður Viðskiptaþings 2017 sem ber yfirskriftina Börn náttúrunnar: framtíð auðlindagreina á Íslandi. Wal er framtaksfjárfestir sem leggur sérstaka áherslu á auðlindageirann. Hann býr yfir fjölbreyttri alþjóðlegri reynslu sem forstjóri, ráðgjafi og fræðimaður. Wal er einn stofnenda Chrysalix sem er kanadískur nýsköpunarsjóður á sviðum nýrra tæknilausna og auðlindanýtingar. Nánar um starfsferil og reynslu Wal má lesa hér.

Opnað hefur verið fyrir skráningar á þingið hér að neðan svo taka megi frá sæti. Nánari dagskrá verður birt bráðlega en þingið stendur yfir frá kl. 13.00-17.00 þann 9. febrúar og fer fram á Hilton Reykjavik Nordica.

#viðskiptaþing

Skráning á Viðskiptaþing 2017


Tengt efni

Góðir stjórnar­hættir - hvernig og hvers vegna?

Tilnefningarnefndir er dæmi um viðfangsefni sem halda þarf áfram að móta til ...
8. mar 2023

Fyrirmyndarfyrirtækjum veitt viðurkenning

Sextán fyrirtæki þar sem starfshættir stjórna eru vel skipulagðir og framkvæmd ...
26. ágú 2022

Virkjum fallega

Skiptar skoðanir eru um raforkuframleiðslu á Íslandi. Dæmin sanna að ...
24. ágú 2022