​Yfir 100 umsóknir um styrki úr Rannsóknasjóði

Umsóknarfrestur um styrki úr nýjum Rannsóknasjóði Viðskiptaráðs Íslands er nú liðinn. Alls bárust 127 styrkumsóknir frá fjölbreyttum hópi umsækjenda.

Valnefnd Rannsóknasjóðsins mun nú fara yfir umsóknirnar og ákvarða bæði upphæðir og fjölda styrkveitinga. Valnefndina skipa Eggert Benedikt Guðmundsson, Gísli Hjálmtýsson og Ragnhildur Geirsdóttir.

Viðskiptaráð þakkar umsækjendum sýndan áhuga. Tilkynnt verður um styrkþega á opnum viðburði í Húsi atvinnulífsins þann 18. september næstkomandi.

Markmið Rannsóknasjóðs Viðskiptaráðs Íslands er að auka samkeppnishæfni Íslands með því að efla rannsóknir og nýsköpun sem gagnast íslensku menntakerfi og atvinnulífi.Sjóðurinn mun veita árlega styrki til einstaklinga vegna verkefna sem samræmast þessu markmiði.

Frekari upplýsingar um sjóðinn má nálgast á þessari slóð.

Tengt efni

Engan ærsladraug í Karphúsið

Ari Fenger, formaður Viðskiptaráðs, fer yfir stöðu mála í kjaraviðræðum aðila ...
29. jan 2024

Vilt þú efla samkeppnishæfni Íslands?

Nú er opið fyrir umsóknir um styrki úr Framtíðarsjóði Viðskiptaráðs Íslands. ...
5. des 2023

Umsögn um drög að frumvarpi um loftslags- og orkusjóð

Viðskiptaráð skilaði á dögunum inn umsögn um drög að frumvarpi til laga um ...
21. mar 2024