Málefnahópar

Mikilvægt er að Viðskiptaráð haldi víðtækum tengslum við atvinnulífið. Til margra ára hefur sérstökum málefnahópum verið komið á fót innan ráðsins til þess að vinna að sértækum málum sem eru í brennidepli hverju sinni. Málefnahóparnir eru skipaðir fulltrúum úr íslensku viðskiptalífi sem saman mynda breiða heild hagsmuna sem tekið er tillit til í starfinu. Í upphafi 100 ára afmælisársins 2017 voru stofnaðir efnahags-, fjölbreytni- og alþjóðahópar, en sá síðastnefndi sameinaðist síðar nýjum nýsköpunarhóp. Í byrjun árs 2019 var svo stofnaður umhverfishópur.

Efnahagshópur

Efnahagshópur Viðskiptaráðs fjallar um áskoranir og mögulegar umbætur í efnahagsmálum. Hópurinn mótar og skerpir á málefnastarfi ráðsins sem snýr að sköttum, peningastefnu, vinnumarkaði og öðrum þáttum er varða stóru myndina í efnahagsmálum. Efnahagshópurinn skipuleggur árlegan Peningamálafund Viðskiptaráðs.

Tengiliður og verkefnastjóri hópsins er Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands.

Fjölbreytnihópur

Stórt hagsmunamál fyrir viðskiptalífið á Íslandi er aukin fjölbreytni, hvort heldur sem er í stjórnum, framkvæmdastjórnum eða meðal starfsmanna. Af þeim sökum var fjölbreytnihópur Viðskiptaráðs stofnaður. Markmið hópsins er að stuðla að fjölbreyttara atvinnulífi hér á landi og þar með styrkja íslensk fyrirtæki.

Verkefnastjóri og tengiliður hópsins er Védís Hervör Árnadóttir, samskipta- og miðlunarstjóri Viðskiptaráðs.

Nýsköpunarhópur

Nýsköpunarhópur Viðskiptaráðs fjallar um stefnu og framkvæmd stjórnvalda í skattamálum. Hópurinn ræðir áskoranir og mögulegar umbætur með það að markmiði að draga úr neikvæðum áhrifum skattheimtu á verðmætasköpun og stuðla að skilvirkri framkvæmd skattalaga.

Tengiliðir og verkefnastjórar hópsins eru Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands og Ísak Rúnar Einarsson, sérfræðingur á hagfræðisviði ráðsins.

Umhverfishópur

Loftslagsbreytingar eru ein stærsta áskorun sem mannkynið stendur frammi fyrir. Umhverfishópur Viðskiptaráðs kom saman í kjölfar útgáfu aðgerðaáætlunar ríkisstjórnarinnar haustið 2018 með það að leiðarljósi að móta markvissar tillögur svo viðskiptalífið verið leiðandi í að mæta þessari áskorun. Viðskiptaráð hefur tekið afstöðu með markmiði aðgerðaáætlunarinnar um samdrátt í útblæstri gróðurhúsalofttegunda og vill ná því markmiði í sem bestri sátt viðskiptalífs, hins opinbera og almennings.

Tengiliðir og verkefnastjóri hópsins er Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.