Ráðstöfun úr óstofnuðum sjóði

Smelltu hér til að lesa skoðunina

Margt áhugavert er að finna í nýjum stjórnarsáttmála og verður spennandi að sjá hvernig ný ríkisstjórn útfærir hugmyndir sínar í komandi fjárlögum og fjármálaáætlun. Einni hugmynd sem varpað er fram í sáttmála er stofnun svokallaðs „þjóðarsjóðs“. Hugmyndin um þjóðarsjóð er þó ekki ný af nálinni. Á þeim tuttugu árum sem við höfum velt þessari hugmynd fyrir okkur án aðgerða hafa Norðmenn með góðri ávöxtun tvöfaldað sitt auðlindafé. Flestallir geta sammælst um stofnun sjóðsins og fagnar Viðskiptaráð því að vilji sé að líta til framtíðar og safna í sarpinn. Þó er ótímabært að ræða um ráðstöfun fjármagns í „átaksverkefni“ úr óstofnuðum sjóði líkt og gert er í sáttmálanum. Norðmenn tóku ekki úr sjóðinum fyrr en tuttugu árum eftir stofnun hans.

Í nýrri skoðun Viðskiptaráðs kemur eftirfarandi meðal annars fram:

  • Norski þjóðarsjóðurinn var stofnaður með tvö markmið í huga og bæði eiga við okkur Íslendinga:
    1) Tryggja góða ávöxtun af auðlindatekjum landsins (olíu) fyrir komandi kynslóðir
    2) Tryggja stöðugleika í efnahagslífinu

  • Athyglisvert er þó að ræða um þjóðarsjóð sem hægt verði að grípa til á komandi árum til að fjármagna átaksverkefni (hjúkrunarrými og nýsköpun) í nýjum stjórnarsáttmála. Tilgangur þjóðarsjóðs er að ávaxta það fé sem ríkið innheimtir vegna nýtingu auðlinda og jafna efnahagssveiflur. Sjóðurinn er ekki nýfundið fé.

  • Arðgreiðslur frá Landsvirkjun gætu hafist árið 2020. Ef 15 ma.kr. yrðu lagðir í sjóðinn á ári hverju stæði sjóðurinn í 480 ma. kr. árið 2040 með hóflegri ávöxtun. Ávöxtun sem hægt væri að ráðstafa úr sjóðinum eftir tíu ár frá stofnun (2030) næmi aðeins um 7-8 ma. kr.
Smelltu hér til að lesa skoðunina


Tengt efni

Stjórnvöld nýta ekki undanþágur atvinnulífinu til hagsbóta

Umsögn VÍ og SA um drög að frumvarpi til laga um breytinga á lögum um ...
6. des 2022

Regluráð - sameiginlegur flötur?

Hægðarleikur ætti að vera fyrir ríkisstjórnarflokkana að bæta umhverfi ...
10. nóv 2021