Starfshópur um leiðbeiningar í samkeppnisrétti hefur unnið ötullega að því að gera leiðbeiningar til fyrirtækja um samkeppnisrétt. Líta nú leiðbeiningarnar dagsins ljós undir heitinu Hollráð um heilbrigða samkeppni - Leiðbeiningar til fyrirtækja
Markmiðið með útgáfu leiðbeininga í samkeppnisrétti er að auðvelda starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækja að glöggva sig á þeim reglum sem gilda um fyrirtæki og varða samkeppni. Markmið samkeppnislaga er að tryggja virka samkeppni í viðskiptum og efla þannig nýsköpun, frumkvæði, framleiðslu og þjónustu á sem lægstu verði. Útgefendur leiðbeininga í samkeppnisrétti eru Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Lögmannafélag Íslands.
Leiðbeiningarnar eru öllum aðgengilegar hér:
Hollráð um heilbrigða samkeppni - Leiðbeiningar til fyrirtækja
Fletta ritinu hér (æskilegt er að stækka gluggann fyrir bestu upplifun):