6. útgáfa leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja

Ný útgáfa leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja leit dagsins ljós 2. febrúar á útgáfuviðburði útgefenda leiðbeininganna, Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq Iceland.

Þónokkrar breytingar eru gerðar á leiðbeiningunum í 6. útgáfu, þótt uppsetning og meginskilaboð þeirra séu með sama hætti og í fyrri útgáfu. Meðal annars var umfjöllun í leiðbeiningunum um tilgang og inntak þeirra dýpkuð auk þess sem að breytingar voru gerðar á einstökum ákvæðum í samræmi við stefnur og strauma erlendis og hér á Íslandi. Þá var víðtækt samráð haft við hagaðila um þær breytingar sem gerðar voru og ýmsar gagnlegar athugasemdir úr samráðinu urðu kveikja að jákvæðum breytingum á leiðbeiningunum í 6. útgáfu.

Leiðbeiningarnar voru fyrst gefnar út árið 2004 og hafa leiðbeiningarnar verið endurskoðaðar með reglubundnum hætti frá þeim tíma, en síðast voru þær endurnýjaðar árið 2015. Leiðbeiningunum er ætlað að nýtast sem verkfæri stjórnar og stjórnenda til að mæta þeirri ábyrgð sem á þeim hvílir, en það er skoðun útgefenda að með því að fylgja góðum stjórnarháttum megi styrkja innviði fyrirtækja og efla almennt traust gagnvart viðskiptalífinu. Hvort tveggja skiptir sköpum fyrir samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja.

Nýr vefur og rit um tilnefningarnefndir

Megininntak leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja er að stjórnir fyrirtækja skoði með gagnrýnum hætti hvernig þeim þáttum sem leiðbeiningarnar taka á er fyrir komið hjá viðkomandi fyrirtæki og leggi sjálfstætt mat á hvort fyrirkomualgið er skynsamlegt eða réttlætanlegt. Ennfremur er það mikilvægur tilgangur leiðbeininganna að auka gagnsæi og upplýsingagjöf til hluthafa og annarra hagaðila, þannig að þeir geti glögglega gert sér grein fyrir því hvernig málum er hagað í störfum og umgjörð stjórnar.

Samhliða nýrri útgáfu leiðbeininganna hefur ný vefsíða verið opnuð þar sem leiðbeiningarnar má finna í rafrænni útgáfu og á pdf-formi. Þar er einnig að finna skjal þar sem breytingar frá 5. útgáfu eru skýrlega útlistaðar með breytingarsporum. Á næstunni má nálgast prentuð eintök af leiðbeiningunum, hvort tveggja á íslensku og ensku, á skrifstofu Viðskiptaráðs Íslands. Á vefsíðunni er einnig að finna upplýsingarit um tilnefningarnefndir sem ber heitið: Tilgangur og ávinningur tilnefningarnefnda – Reynsla og þróun á Íslandi og Norðurlöndum.

Skjáskot úr skýrslunni:

Tengt efni

Ný útgáfa leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja lítur dagsins ljós

Á stafrænum útgáfuviðburði voru helstu breytingar á leiðbeiningum um ...
2. feb 2021

6. útgáfa leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja

Útgáfuviðburður vegna útgáfu uppfærðra leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja ...
1. feb 2021

Landsvirkjun og BYKO með samfélagsskýrslur ársins

Viðurkenning fyrir samfélagsskýrslu ársins var veitt við hátíðlega athöfn í Húsi ...
9. jún 2021