Breytt fyrirkomulag skattlagningar söluhagnaðar skref í rétta átt

Viðskiptaráð Íslands fagnar því að Alþingi hafi í gær samþykkt frumvarp til breytinga á lögum um tekjuskatt. Frumvarpið felur í sér að hagnaður fyrirtækja af tilteknum afleiðuviðskiptum og sölu hlutabréfa, óháð tímalengd eignarhalds, er nú frádráttarbær frá tekjum þeirra. Breytt fyrirkomulag er í samræmi við ábendingar ýmissa hagsmunaaðila, þ.m.t. Viðskiptaráðs, sem og í samræmi við tillögur starfshóps forsætisráðherra um Ísland sem alþjóðlega fjármálamiðstöð.

Með breytingum þessum er skattlagning söluhagnaðar færð til sama horfs og skattlagning  arðgreiðslna, en eins og bent hefur verið á þá er enginn raunverulegur eðlismunur á hagnaði vegna sölu hlutabréfa og arðgreiðslum. Þannig ræðst verðmæti hlutabréfa af þeim arðgreiðslum sem markaðurinn telur að viðkomandi fyrirtæki komi til með að skila. Hækkun á hlutabréfaverði endurspeglar því hærri arðgreiðslur í framtíðinni. Með því að skattleggja söluhagnað var því verið að skattleggja fé sem síðar greiðist út í formi arðs og verður þá skattlagt öðru sinni.

Frumvarp þetta felur öðru fremur í sér stórt skref í átt að bættri samkeppnishæfni íslensks viðskipta- og skattumhverfis. Viðskiptaráð hefur ávallt hvatt hið opinbera til að líta til þeirra landa sem bjóða upp á hvað hagstæðasta sem og einfaldasta skattumhverfi, þessi breyting er skref í þá átt.

Hér að neðan má finna umsagnir Viðskiptaráðs um frumvarpið:
325. mál - söluhagnaðarfrumvarp (samþykkt)

685. mál - söluhagnaðarfrumvarp (eldra)

Tengt efni

Reiðir pennar

Haukur Viðar Alfreðsson, doktorsnemi í skattahagfræði, segir Viðskiptaráð fara ...
15. sep 2022

Hvar er vondi kallinn?

Eru fyrirtæki vond? Græðir einhver á því að fyrirtæki hagnist? Hvað gera ...
14. jún 2022

Skattadagurinn 2022: Ávarp fjármála- og efnahagsráðherra

Ávarp Bjarna Benediktssonar á Skattadegi Viðskiptaráðs, Deloitte og SA, 13. ...
13. jan 2022