Aðrar leiðir færar gegn plastinu

Viðskiptaráð hefur skilað umsögn um frumvarp um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar til að draga úr notkun á þunnum burðarpokum úr plasti.

Þar er sett fram tillaga að tölulegum markmiðum sem skuli ná um árlega notkun burðarpoka úr plasti, að óheimilt verði að afhenda burðarpoka án endurgjalds á sölustöðum vara, að gjaldið verði sýnilegt á kassakvittun og loks að óheimilt verði að afhenda burðarpoka úr plasti, með eða án endurgjalds, á sölustöðum vara frá og með 1. janúar 2021.

Viðskiptaráð fagnar því að stjórnvöld skuli ráðast í aðgerðir til verndar umhverfinu en vill þó koma á framfæri nokkrum athugasemdum varðandi frumvarpið og innleiðingu ofangreindar tilskipunar.

  • Viðskiptaráð styður að gripið verði til aðgerða til að draga úr notkun plastpoka

  • Ekki er rétt að grípa til íþyngjandi ráðstafana án þess að kanna væntan árangur þeirra

  • Viðskiptaráð hvetur smásöluaðila til að stýra neytendum frá plastpokum með verðlagningu

Hér má lesa umsögnina í heild sinni

Tengt efni

Jafna þarf stöðu innlendra og erlendra fjölmiðla

Skoðun Viðskiptaráðs á stuðningi við einkarekna fjölmiðla (mál nr. 543)
10. jan 2023

Þegar betur er að gáð - Staðreyndir um stöðu heimilanna

Margt bendir til þess að staða heimila sé sterkari en haldið hefur verið fram og ...
11. feb 2022

Ekki svigrúm til aukinna útgjalda

Umsögn Viðskiptaráðs um fjármálaáætlun
16. maí 2022