Fækkun leyfisveitinga dregur úr íþyngjandi kröfum

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn sinni um frumvarp til laga um breytingu á leyfisveitingum til einföldunar regluverks.

Viðskiptaráð telur slíkar aðgerðir mikilvægar svo unnt sé að auka skilvirkni hjá hinu opinbera, og bíður ráðið því átekta eftir næstu skrefum. Frumvarpið og átaksverkefni ráðherranna tveggja er einnig í samræmi við loforð ríkisstjórnarinnar, þar sem í ríkisstjórnarsáttmálanum kom fram að „átak [verði] gert í einföldun regluverks í þágu atvinnulífs og almennings.“

Ráðið fagnar þeim aðgerðum sem nýsköpunar- og atvinnuvegaráðuneytið kynnti fyrr á þessu ári og bindur einnig vonir við að aðgerða sé að vænta hjá fleiri ráðuneytum og þvert á málaflokka, enda ljóst að markvissar aðgerðir í þágu einföldunar regluverks hafa setið á hakanum til þessa.

Ráðið leggur til að frumvarpið nái fram að ganga.

Hér má lesa umsögnina í heild sinni.

Tengt efni

Staðreyndir

Samkeppnislög meira íþyngjandi á Íslandi

Viðskiptaráð bendir á fjögur dæmi þar sem samkeppnislög eru meira íþyngjandi en ...
25. oct 2019
Umsagnir

Íþyngjandi einföldun í öryggi net- og upplýsingakerfa

Viðskiptaráð leggur til samræmi í innleiðingu og varar við íþyngjandi einföldun ...
21. jan 2019
Kynningar

Aðgerðir til einföldunar regluverks

Kynning Björns Brynjúlfs Björnssonar, hagfræðings Viðskiptaráðs, á hádegisfundi ...
8. oct 2015