Frjáls búvara til bættra lífskjara

Viðskiptaráð hefur sent inn umsögn um frumvarp um breytingu á búvörulögum. Með frumvarpinu er lagt til að sérregla búvörulaga sem gildir um mjólkuriðnaðinn verði afnumin og um leið dregið úr afskiptum ríkisvaldsins af verðlagningu, framleiðslu og vinnslu búvara, meðal annars með því að leggja niður verðlagsnefnd búvara. Markmið frumvarpsins er að auka frelsi og sjálfstæði framleiðanda búvara til markaðssetningar á afurðum sínum á innlendum og erlendum mörkuðum. Viðskiptaráð styður eindregið að frumvarpið nái fram að ganga og vill í því sambandi koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri:

  • Markaðir, ekki opinberar nefndir, eiga að ráða verðlagningu á vöru
  • Samkeppni og frjáls viðskipti stuðla að bættum lífskjörum og hvetur Viðskiptaráð því til þess hið opinbera opni fyrir aukna samkeppni og frjáls viðskipti í landbúnaði
  • Engin haldbær rök standa fyrir því að mjólkuriðnaðurinn eigi að vera, ólíkt öllum öðrum atvinnugreinum á Íslandi, undanþeginn samkeppnislögum

Lesa umsögn í heild sinni

Tengt efni

Starfsfólk hins opinbera nýtur enn meiri verndar en á almenna markaðnum

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og ...
2. nóv 2022

Gengið of langt í afskiptum hins opinbera af verslunarrekstri

Umsögn Viðskiptaráðs um breytingu á lögum um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur
7. apr 2022

Jafna þarf stöðu innlendra áfengisframleiðenda

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum.
24. mar 2022