Gæta þarf að samkeppnishindrunum á verðbréfamarkaði

Viðskiptaráð fagnar frumvarpi til laga um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignaskráningu fjármálagerninga og tekur undir athugasemdir Samtaka fjármálafyrirtækja er varða frumvarpið og telur mikilvægt að ekki sé verið að innleiða reglugerðina með meira íþyngjandi hætti hérlendis en tíðkast í okkar nágrannalöndum.

Í umsögninni kemur meðal annars fram að gæta þurfi að samkeppnishindrunum á verðbréfamarkaði en ekki er víst að umræddar samteningar á milli verðbréfamiðstöðva tryggi samkeppni verðbréfamiðstöðva í framkvæmd.

Eins telur Viðskiptaráð mikilvægt að allur vafi sé tekinn af um hlutafélagalög og afskráningar eða uppsagnarfrest á ákvörðunum stjórnar um útgáfu hlutabréfa með rafrænum hætti í verðbréfamiðstöð.

Hér má lesa umsögnina í heild sinni

Tengt efni

Vel sóttur Peningamálafundur Viðskiptaráðs

Peningamálafundur Viðskiptaráðs fór fram í morgun, 23. nóvember. Yfirskrift ...
23. nóv 2023

Nágrannalöndin nýta oftar en ekki undanþágur sem Ísland nýtir ekki

Umsögn SA og Viðskiptaráðs um breytingu á lögum um endurskoðendur og endurskoðun ...
29. mar 2023