Gjaldeyrismál: frelsi aukið verulega

Með frumvarpi um lög um gjaldeyrismál er frelsi einstaklinga og fyrirtækja til fjármagnshreyfinga til og frá landinu og til gjaldeyrisviðskipta aukið verulega. Viðskiptaráð fagnar frumvarpinu sem markar tímamót í íslensku viðskiptaumhverfi. Ráðið hefur ítrekað bent á skaðsemi langvarandi fjármagnshafta og hvatt stjórnvöld til að ráðast í afnám þeirra og fagnar því að loks glitti í fullt afnám hafta.

Að mati ráðsins eru þau skref sem tekin eru með frumvarpinu afar jákvæð en á sama tíma eru þau varfærin. Ljóst er að aðstæður í hagkerfinu eru mjög hagfelldar og í raun grundvöllur fyrir fullu afnámi hafta. Vaxtamunur er umtalsverður, hagvöxtur er meiri en í viðskiptalöndum, verðbólga er lág og fjármagnsinnstreymi vegna þjónustuviðskipta þrýstir á hækkun gengis. Allt þetta dregur úr útflæðisáhættu. Með það í huga hvetur Viðskiptaráð stjórnvöld til að ganga hratt til verks og ráðast í lokaskref þessa mikilvæga verkefnis við fyrsta tækifæri.

Lesa umsögnina í heild

Tengt efni

Skilvirkni og hagkvæmni í þágu atvinnulífs og neytenda

Opinberar stofnanir ættu að vera færri frekar en fleiri, umfang þeirra nægilegt ...
12. nóv 2020

Hraðari viðspyrna með erlendri fjárfestingu

Verulega hefur dregið úr erlendri fjárfestingu á síðustu árum og hefur ...
2. des 2020

Launakostnaður á Íslandi og skaðsemi atvinnuleysis

Eitt mikilvægasta verkefnið næstu mánuði er að sporna gegn atvinnuleysi með ...
29. sep 2020