Aukin kostnaðarvitund almennings um tekjuöflun RÚV

Aukið gagnsæi þessarar skattheimtu eykur ekki aðeins kostnaðarvitund almennings þegar kemur að tekjuöflun RÚV, heldur styrkir hún einnig forsendur fyrir virku aðhaldi frá skattgreiðendum.

Viðskiptaráð þakkar fyrir tækifærið til að koma sjónarmiðum sínum um innheimtu útvarpsgjalds á framfæri. Ráðið styður frumvarpið heilshugar og telur það gott skref að auka kostnaðarvitund almennings þegar kemur að tekjuöflun Ríkisútvarpsins.

Á meðan einstaklingar hafa val um áskriftir að hinum ýmsu frjálsu fjölmiðlum er áskrift af Ríkisútvarpinu  lögþvinguð á grundvelli útvarpsjalds sem lagt er á samhliða álagningu opinberra gjalda, í samræmi við 14. gr. laga um Ríkisútvarpið nr. 23/2013 og 93. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003. Sökum þess að innheimta gjaldsins fer fram með þessum hætti er það hvergi að finna sem sérstakan útgjaldalið í heimilisbókhaldi landsmanna. Upphæð gjaldsins í ár er 18.300 kr., og gjaldið greiða allir einstaklingar yfir 16 ára aldri auk allra fyrirtækja í landinu. Fimm manna fjölskylda með unglinga yfir 16 ára aldri greiðir þannig 91.500 kr. árlega til Ríkisútvarpsins, burtséð frá því í hvaða mæli heimilismenn nýta sér þjónustu þess.  

Viðskiptaráð hefur oft tjáð sig um málefni Ríkisútvarpsins og telur í því samhengi m.a. nauðsynlegt að takmarka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði.[1] Ráðið gerir sér þó grein fyrir að ekki eru allir á þeirri skoðun og almennt eru afar skiptar skoðanir um umsvif ríkisins á fjölmiðlamarkaði. Óháð þessu ættu þó allir að geta verið sammála um að skattheimta í kringum þennan samkeppnisrekstur ríkisins eigi að vera gagnsæ. Aukið gagnsæi þessarar skattheimtu eykur ekki aðeins kostnaðarvitund almennings þegar kemur að tekjuöflun RÚV, heldur styrkir hún einnig forsendur fyrir virku aðhaldi frá skattgreiðendum.

Viðskiptaráð hvetur til þess að frumvarpið nái fram að ganga.

[1] Viðskiptaráð skrifaði nýlega umsögn um frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla: https://vidskiptarad.cdn.prismic.io/vidskiptarad/92cd633f-fd65-4766-b4fa-f1bad2b269e3_2020_02_04+Stu%C3%B0ningur+vi%C3%B0+einkarekna+fj%C3%B6lmi%C3%B0la+.pdf

Tengt efni

Nauðsynlegt er að tryggja samkeppnishæfan vinnumarkað

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um breytingu á lögum um ...
15. mar 2023

Erfið samkeppnisstaða einkarekinna fjölmiðla

Umsögn um tillögu til þingsályktunar um ráðstöfun útvarpsgjalds (mál nr. 129)
15. mar 2023

Jafna þarf stöðu innlendra og erlendra fjölmiðla

Skoðun Viðskiptaráðs á stuðningi við einkarekna fjölmiðla (mál nr. 543)
10. jan 2023