Klasastefna

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til atvinnuveganefndar Alþingis vegna þingsályktunar um mótun klasastefnu. Lagt er til að klasastefnan verði mótuð í tengslum við stefnu og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs fyrir árin 2014–2016. Gert er ráð fyrir að ríkisstjórnin skili skýrslu til Alþingis með niðurstöðum starfshópsins fyrir árslok 2015.

Í umsögninni kemur m.a. eftirfarandi fram:

  • Útfærsla klasastefnunnar skiptir miklu máli en lykilatriði er að framkvæmd slíkrar stefnu sé að sem mestu leyti á höndum atvinnulífsins sjálfs.
  • Hlutverk opinberra aðila þarf að vera vel afmarkað og takmarkast við setningu lagaramma og eftirfylgni.
  • Viðskiptaráð leggur áherslu á að aðhalds verði gætt í tengslum við útgjöld hins opinbera vegna ofangreindrar stefnumótunar.

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér

Tengt efni

Sveitarfélög horfi til alþjóðageirans

Viðskiptaráð hvetur Reykjavíkurborg til að skapa atvinnulífinu gott ...
2. jún 2021

Vorúthlutun Tækniþróunarsjóðs

Rannís og iðnaðarráðaneytið kynna vorúthlutun Tækniþróunarsjóðs til ...
10. jún 2010

Einfaldara og skilvirkara regluverk fyrir atvinnulífið

Forsætisráðuneytið og Viðskiptaráð Íslands efna til hádegisverðarfundar um ...
2. sep 2013