Mikilvægt að frumvarp um LSR nái fram að ganga

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar um frumvarp til laga um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar sem miða að því að samræma lífeyriskerfi opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum markaði. Viðskiptaráð fagnar því að loks standi til að stíga þetta skref og telur afar mikilvægt að frumvarpið fái brautargengi í þinginu. Nái það hins vegar ekki fram að ganga kann það að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir ríkissjóð og stöðugleika á vinnumarkaði. Þrátt fyrir verulega fjárfestingu af hálfu ríkissjóðs telur Viðskiptaráð að heildarávinningur breytinganna réttlæti slíkt framlag. Lífeyriskerfi Íslendinga er þegar í fremstu röð og þær breytingar sem frumvarpið felur í sér mun efla það enn frekar.

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér

Í umsögninni kemur m.a. fram:

  • Í skoðanakönnun sem framkvæmd var fyrir Viðskiptaráð töldu 89% svarenda að lífeyrisréttindi launþega ættu að vera sambærileg hjá hinu opinbera og á almennum vinnumarkaði.
  • Munurinn á réttindum skapar neikvæða hvata gagnvart tilfærslu starfsfólks á milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins. Til að þessir tveir hlutar hagkerfisins styðji sem best hvor við annan er því mikilvægt að starfsfólk geti fært sig á milli þeirra án þess að lífeyrisréttindi breytist.
  • Stjórn LSR og stjórn Brúar hafa boðað hækkun mótframlags launagreiðanda og munu lífeyrisiðgjöld opinberra starfsmanna þá nema samtals allt að 20,8% af heildarlaunum. Fyrirséð er því að markmið um jöfnun lífeyrisréttinda verður enn fjarlægara verði frumvarp þetta ekki samþykkt fyrir lok þessa árs.
  • Til viðbótar við slæm áhrif á stöðu ríkissjóðs vegna hækkunar á mótframlagi lífeyrisiðgjalda mun hækkunin einnig hafa áhrif á almennan vinnumarkað. Forsendur kjarasamninga á almennum vinnumarkaði koma til endurskoðunar í febrúar 2017. Hækkun á mótframlagi ríkis og sveitarfélaga mun óhjákvæmilega leiða til átaka í tengslum við þá endurskoðun og aukinna krafna um jöfnun lífeyrisréttinda.

Tengt efni

Starfsfólk hins opinbera nýtur enn meiri verndar en á almenna markaðnum

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og ...
2. nóv 2022

Klæðlausar Kjarafréttir

Enn og aftur eru nýju fötin sem Keisarinn fékk frá Kjarafréttum í efnisminni ...
20. okt 2022

Er Ísland ekki norrænt velferðarríki?

Efling heldur því fram að Ísland geti ekki talist vera norrænt velferðarríki. ...
6. júl 2022