Skattasniðganga takmörkuð með frumvarpi um þunna eiginfjármögnun

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt. Breytingarnar sem frumvarpið kveður á um hafa það að markmiði að takmarka möguleika á skattasniðgöngu með svokallaðri þunnri eiginfjármögnun. Ráðið styður frumvarpið í meginatriðum en telur þó að skilgreina þurfi samstæðuhugtakið í lögum um tekjuskatt.

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér

Í umsögninni kemur meðal annars eftirfarandi fram:

  • Núgildandi fyrirkomulag skekkir samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja en þau sem hafa starfsemi í fleiri löndum en á Íslandi geta nýtt sér það skattahagræði sem fellst í þunnri eiginfjármögnun á meðan slíkt er ekki kleift minni fyrirtækjum sem einungis starfa hér á landi.
  • Viðskiptaráð telur að lögfesta eigi reglur um þunna eiginfjármögnun en ljóst er að flest þeirra landa sem við berum okkur saman við hafa þegar lögfest slíkar reglur þó svo að framkvæmd þeirra sé ólík milli ríkja.
  • Viðskiptaráð tekur undir mikilvægi þess að settar verði reglur sem takmarka umfang frádráttar vaxtagjalda vegna lánaviðskipta við tengda aðila.
  • Í nýrri skilgreiningu á samstæðuhugtakinu sem frumvarpið kveður á um kann að vera vafa undirorpið hvaða aðilar falla undir ákvæðið. Í því samhengi telur Viðskiptaráð að rétt væri að líta til laga um ársreikninga og að skilgreining félagasamstæðu í þeim lögum verði innleidd í tekjuskattslög.

Tengt efni

Umsagnir

Viðspyrna forsenda velferðar

Í ljósi þess hve mikið er í húfi, einkum vegna atvinnuleysis á „biblískum skala“ ...
28. apr 2020
Umsagnir

Nýjar tillögur um þunna eiginfjármögnun of íþyngjandi

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis ...
9. sep 2016
Umsagnir

Frumvarp um þunna eiginfjármögnun

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar ...
18. nóv 2013