Rauntímaupplýsingar væru til bóta

Umsögn Viðskiptaráðs um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um skráningu og mat fasteigna.

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um skráningu og mat fasteigna. Viðskiptaráð fagnar smíði nýrrar mannvirkjaskrár sem mun veita upplýsingar um uppbyggingu og stöðu á húsnæðismarkaði í rauntíma. Bætt aðgengi hins opinbera, fyrirtækja og heimila að upplýsingum um mannvirkjagerð og stöðu á húsnæðismarkaði mun auðvelda áætlanagerð og skapa aukinn fyrirsjáanleika og um leið skilvirkni fyrir samfélagið.

Ráðið telur það til bóta fyrir samfélagið að hafa heildstæðan gagnagrunn sem inniheldur upplýsingar um ástand mannvirkja og stöðu á byggingaleyfum í rauntíma. Vert er að árétta mikilvægi þess að byggingarfulltrúar, sveitarfélög og aðrir hagaðilar sem vinna með og/eða við skráningu upplýsinga geri það jafnóðum svo markmiði nýrrar mannvirkjaskrár sé náð.

Ráðið fagnar því að kostnaður við gerð mannvirkjaskrár hafi hingað til rúmast innan fjárheimilda Þjóðskrár og ráðuneytisins og er það von ráðsins að frumvarpið verði ekki til þess að auka útgjöld ríkissjóðs frekar.

Að þessu sögðu telur Viðskiptaráð rétt að málið nái fram að ganga.

Tengt efni

Gerðardómur Viðskiptaráðs innleiðir stafræna lausn Justikal

"Með tilkomu stafræna réttarkerfisins getum við veitt skjólstæðingum okkar ...
24. apr 2023

Hvert stefnir verðbólgan?

Huga ætti að vaxtahækkunarferlinu í litlum skrefum til að kæla frekar en að kæfa ...
31. mar 2022

Öfugmælavísur gærdagsins

Leiguverð á Íslandi hefur hækkað hlutfallslega minna en húsnæðisverð samanborið ...
10. jún 2022