Skynsamleg sameining en ekki gallalaus

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um frumvörp til laga um Seðlabanka Íslands (790. mál) og breytingar á ýmsum lögum vegna sameiningar Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins. (765. mál). Helstu atriðin sem koma fram í þessari umsögn eru:

• Viðskiptaráð er fylgjandi sameiningu SÍ og FME að minnsta kosti hvað varðar þætti sem snúa að fjármálastöðugleika.

• Ný könnun um eftirlitsmenningu sýnir að gera má betur í framkvæmd fjármálaeftirlits.

• Sameining ætti að styrkja Seðlabankann en jafnframt að skapa svigrúm til hagræðingar í rekstri.

• Seðlabankinn verður við sameiningu enn valdameiri stofnun og gallar eru á að færa alla starfsemi SÍ og FME undir einn hatt. Tryggja þarf gott utanaðkomandi aðhald í því ljósi, t.d. frá bankaráði.

• Seðlabankinn á ekki að geta farið í samkeppni við einkaaðila nema brýn nauðsyn sé til.

• Áhersla á fjármálastöðugleika í starfsemi seðlabanka er sumpart nýlunda sem krefst eftirfylgni stjórnvalda og rannsókna.

• Skýra þarf eða fella út ákvæði um að ráðherra staðfesti heimildir til erlendrar lántöku og veðhlutföll fasteignalána.

• Rökstyðja þarf hvers vegna heimild til að festa gengi krónunnar er nú jafnsett heimild til að setja verðbólgumarkmið í ákvæði um markmið og verkefni SÍ.

Hér má lesa umsögnina í heild sinni

Tengt efni

Sóknarfæri á tímum sjálfvirknivæðingar

Aukinni sjálfvirknivæðingu fylgja áskoranir en um leið ýmis tækifæri
6. apr 2022

Skýrsla Viðskiptaþings 2022

Viðskiptaráð hefur gefið út skýrsluna Tímarnir breytast og vinnan með - ...
20. maí 2022

Tvöfalt heilbrigðiskerfi í bígerð

Viðskiptaráð hvetur ráðherra til að ná samningum á grundvelli tímabærra ...
23. apr 2021