Tími Íbúðalánasjóðs liðinn

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um breytingu á lögum um húsnæðismál, nr. 44/1998, með síðari breytingum. Eins og áður hefur komið fram telur Viðskiptaráð að leggja ætti Íbúðalánasjóð niður. Tilgangurinn með Íbúðalánasjóði var að leysa markaðsbrest sem fólst í því að erfitt var að tryggja ólíkum hópum fjármögnun til kaupa íbúðarhúsnæðis. Efast má um að sá markaðsbrestur hafi verið til staðar og í dag er sá markaðsbrestur engan veginn til staðar. Hrein ný íbúðalán hafa farið alfarið í gegnum aðrar lánastofnanir og lífeyrissjóði síðustu ár enda býður Íbúðalánasjóður kjör sem eru fjarri því að vera samkeppnishæf. Almennt séð virðist því engin þörf fyrir því að Íbúðalánasjóður veiti ný lán og leggst Viðskiptaráð gegn því að sjóðurinn fái áfram að veita lán ef hann verður áfram starfræktur.

Hér má lesa umsögn ráðsins.

Tengt efni

Unnu sveitarfélögin stóra vinninginn í ár?

Viðskiptaráð hefur rétt þeim sveitarfélögum sem hyggjast lækka ...
16. júl 2022

Betra er brjóstvit en bókvit

Eru bækur dýrar?
28. okt 2022

Fasteignaskattar og hnignun hornskrifstofunnar

Gæti verið að í framtíðinni verði stór hluti vinnu sumra unninn inni á heimilum? ...
10. mar 2022