Embætti umboðsmann aldraðra óþarft

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn vegna þingsályktunartillögu um embætti umboðsmanns aldraðra. Viðskiptaráð leggst gegn tillögum um fjölgun ríkisstofnana og telur verkefni embættisins ekki eiga heima hjá hinu opinbera. leggur því til að þingsályktunartillagan nái ekki fram að ganga. 

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér

Í umsögninni kemur eftirfarandi fram:

  • Hið opinbera á að leitast við að fækka ríkisstofnunum en ekki fjölga þeim. Viðskiptaráð hefur áður lagt fram tillögur að fækkun ríkisstofnana, gangi þær eftir væri hægt að fækka ríkisstofnunum úr 182 niður í 70. Þannig myndu umtalsverðir fjármunir sparast og þjónusta hins opinbera batna vegna faglegs ávinnings sameininga.
  • Telji stjórnvöld nauðsynlegt að hið opinbera sinni þeim verkefnum sem embætti umboðsmanns aldraðra er ætlað að inna af hendi telur Viðskiptaráð að þau ættu að heyra undir sameinaða stofnun um borgaraleg réttindi.
  • Stjórnvöld eiga ekki að sinna hagsmunagæslu fyrir ákveðna afmarkaða þjóðfélagshópa. Að mati Viðskiptaráðs er óeðlilegt að slík hagsmunagæsla sé fjármögnuð með opinberu fé.

Tengt efni

Lykillinn að bættum lífsgæðum og auknum tækifærum í atvinnulífi

Umsögn Viðskiptaráðs um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi aðgerðir til ...
21. mar 2023

Erfið samkeppnisstaða einkarekinna fjölmiðla

Umsögn um tillögu til þingsályktunar um ráðstöfun útvarpsgjalds (mál nr. 129)
15. mar 2023

Sveitarfélög of fámenn fyrir fleiri verkefni

Umsögn um grænbók um sveitarstjórnarmál (mál nr. 229/2022)
4. jan 2023