Þingsályktunartillaga um mótun viðskiptastefnu Íslands

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um tillögu til þingsályktunar um mótun viðskiptastefnu Íslands (35. mál). Ráðið leggur til að tillagan verði samþykkt.

Viðskiptaráð tekur heilshugar undir með flutningsmönnum tillögu þessarar. Eins og komið er skilmerkilega inn á í skýrslu McKinsey & Company um Ísland þá er töluverður framleiðnislaki í innlendri þjónustu, sem innlend verslun fellur undir. Þar kemur jafnframt fram að erfitt mun reynast að auka framleiðnigetu hagkerfisins í heild ef illa tekst til innan innlendrar þjónustu. Aflvaki umbóta í þessum efnum er aukin samkeppni með afnámi aðgangshindrana og opnun hagkerfisins – þar spila tollar lykilhlutverk.

Eins og komið er inná í nýlegri skýrslu Viðskiptaráð – 13 tillögur til aukinnar hagkvæmni – þá aukast alþjóðaviðskipti og samkeppni eftir því sem hagkerfi eru opnari. Háir tollar, vörugjöld og almennt þrep virðisaukaskatts einangra hins vegar hagkerfi og geta valdið velferðartapi fyrir þjóðfélagið. Ef horft er á stöðu Íslands í þessu samhengi þá stöndum við nágrannaþjóðum okkar að baki. Tollar eru tæplega þrefalt hærri hér og neyslustýringaráhrif tvöföld. Á meðan nágrannalöndin leggja nær eingöngu tolla og vörugjöld á vörutegundir sem valda samfélagslegum kostnaði eru fjölmargir vöruflokkar hér tollaðir, sem engum slíkum kostnaði valda. Í þessum álögum felast sértækir neysluskattar til viðbótar við virðisaukaskatt þar sem nær engin innlend framleiðsla á sér stað í flestum þessara greina. 

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér.

Tengt efni

Fjölmenni á fund um viðskiptastefnu ESB

Um 60 manns sátu morgunverðarfund Viðskiptaráðs og framkvæmdastjórnar ...
23. okt 2007

Þingsályktunartillaga um mótun stefnu í gjaldmiðilsmálum

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar ...
6. nóv 2013

Innflutningstollar: Umfang og áhrif

Viðskiptaráð hefur birt kynningu með yfirliti yfir umfang og efnahagsleg áhrif ...
8. maí 2015