Hver er hinn íslenski stjórnarmaður?

Staðsetning: Skrifstofur KPMG í Borgartúni 27

KPMG og Viðskiptaráð Íslands standa fyrir morgunverðarfundi þriðjudaginn 8. nóvember kl. 8:30 - 10. Fundurinn fer fram í húsakynnum KPMG í Borgartúni 27 og verða þar kynntar helstu niðurstöður könnunar sem KPMG framkvæmdi í sumar meðal íslenskra stjórnarmanna til að kanna bakgrunn þeirra og störf stjórna. KPMG hefur nú birt skýrslu um niðurstöður könnunarinnar og er hægt að nálgast hana hér. Þátttaka er án endurgjalds, en skráning fer fram hér.

Alls fengu 814 einstaklingar beiðni um þátttöku og tóku 280 stjórnarmenn þátt í könnuninni. Um er að ræða stjórnarmenn hjá fjármálafyrirtækjum, vátryggingafélögum, lífeyrissjóðum og framleiðslu- og þjónustufyrirtækjum sem eru á lista Frjálsrar verslunar yfir 300 stærstu fyrirtækin á Íslandi á árinu 2010.

Í kjölfar kynningar á niðurstöðum fara fram pallborðsumræður þar sem þátttakendur eru:

  • Finnur Oddsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir lögfræðingur hjá KPMG
  • Liv Bergþórsdóttir framkvæmdastjóri NOVA
  • Þorkell Sigurlaugsson framkvæmdastjóri fjármála- og þróunarsviðs Háskólans í Reykjavík

Tengt efni

Úr höftum með evru?

KPMG stendur fyrir morgunverðarfundi í samstarfi við Alþýðusamband Íslands, ...
31. mar 2015

Sigurvegarar í Verkkeppni VÍ hyggjast umbylta aðgengi að námsefni

Verkefnið Skilvirkt lærdómssamfélag bar sigur úr býtum í Verkkeppni ...
16. okt 2018

Gunnar Dofri lögfræðingur Viðskiptaráðs

Gunnar Dofri Ólafsson hefur verið ráðinn lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. ...
6. jún 2018