Íslenski sjávarklasinn - Fiskast best á markmiðum?

Staðsetning: Höfuðstöðvum Marels

Þér er boðið á kynningarfund um íslenska sjávarklasann í höfuðstöðvum Marels að Austurhrauni 9 í Garðabæ, fimmtudaginn 17. nóvember kl. 15.00 til 16.30. Kynnt verða þau tækifæri sem felast í hundruðum smárra og stórra fyrirtækja í sjávarklasanum og hvernig hægt er að auka samstarf og nýta tækifærin sem best. Dagskrá:

  • Birna Einardóttir, bankastjóri Íslandsbanka, og Sigsteinn Grétarsson, forstjóri Marels, opna fundinn.
  • Þór Sigfússon hjá Íslenska sjávarklasanum kynnir umfang klasans og markmið.
  • Sveinn Kjartansson matreiðslumaður sýnir hvernig íslenski sjávarklasinn birtist í íslenska þorskinum.
  • Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, fjallar um íslenska sjávarklasann frá sjónarhóli útgerðarmanns og hvernig megi efla allan klasann.
  • Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marels, flytur ávarp og hvatningu.

Einnig mun Finnur Oddson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands kynna níu einstaklinga sem eru hluti af sjávarklasanum á Íslandi og vinna að jafn ólíkum verkefnum og köfun eftir lyfjasprotum á hafsbotni, útflutningi á ýsu í raspi, alþjóðlegri fjármálaþjónustu í sjávarútvegi, roði sem lækningavöru, líftækni sem getur skapað mikil verðmæti, tækni sem bætir vélbúnað í skipum og margt fleira. Að fundi loknum býður TM til fyrirtækjastefnumóts í anddyri höfuðstöðva Marels.

Skráning fer fram hér

Tengt efni

Ómálefnaleg mismunun og dregið úr fjölbreytni

Umsögn Viðskiptaráðs um drög að frumvarpi til áfengislaga (mál nr. 596)
9. jún 2022

Ný stjórn Viðskiptaráðs Íslands

Úrslit formanns- og stjórnarkjörs fyrir tímabilið 2022-2024 voru kynnt á ...
10. feb 2022

Hugsum stærra - Viðskiptaþing 2021

Viðskiptaþing 2021 fer fram fimmtudaginn 27. maí kl. 9:00-10:00 í vefútsendingu ...
20. maí 2021