Íslenski sjávarklasinn - Fiskast best á markmiðum?

Staðsetning: Höfuðstöðvum Marels

Þér er boðið á kynningarfund um íslenska sjávarklasann í höfuðstöðvum Marels að Austurhrauni 9 í Garðabæ, fimmtudaginn 17. nóvember kl. 15.00 til 16.30. Kynnt verða þau tækifæri sem felast í hundruðum smárra og stórra fyrirtækja í sjávarklasanum og hvernig hægt er að auka samstarf og nýta tækifærin sem best. Dagskrá:

  • Birna Einardóttir, bankastjóri Íslandsbanka, og Sigsteinn Grétarsson, forstjóri Marels, opna fundinn.
  • Þór Sigfússon hjá Íslenska sjávarklasanum kynnir umfang klasans og markmið.
  • Sveinn Kjartansson matreiðslumaður sýnir hvernig íslenski sjávarklasinn birtist í íslenska þorskinum.
  • Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, fjallar um íslenska sjávarklasann frá sjónarhóli útgerðarmanns og hvernig megi efla allan klasann.
  • Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marels, flytur ávarp og hvatningu.

Einnig mun Finnur Oddson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands kynna níu einstaklinga sem eru hluti af sjávarklasanum á Íslandi og vinna að jafn ólíkum verkefnum og köfun eftir lyfjasprotum á hafsbotni, útflutningi á ýsu í raspi, alþjóðlegri fjármálaþjónustu í sjávarútvegi, roði sem lækningavöru, líftækni sem getur skapað mikil verðmæti, tækni sem bætir vélbúnað í skipum og margt fleira. Að fundi loknum býður TM til fyrirtækjastefnumóts í anddyri höfuðstöðva Marels.

Skráning fer fram hér

Tengt efni

Andri nýr formaður Viðskiptaráðs – Ný stjórn kjörin

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fór fram í dag. Þar var kunngerð niðurstaða úr ...
7. feb 2024

Höfum við efni á þessu?

Í því efnahagsástandi sem nú ríkir er tímabært að ræða sívaxandi umsvif hins ...
23. jún 2023

Marel hlaut viðurkenningu fyrir sjálfbærniskýrslu ársins

Viðurkenning fyrir sjálfbærniskýrslu ársins var veitt í hádeginu við hátíðlega ...
8. jún 2023