Aðalfundur Viðskiptaráðs

Staðsetning: Hilton Reykjavík Nordica - Salur I

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands verður haldinn klukkan 11:00 miðvikudaginn 15. febrúar næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica (Salur I), samhliða Viðskiptaþingi.

Dagskrá aðalfundar
Samkvæmt 9. gr. laga ráðsins skal taka fyrir neðangreind mál á aðalfundi:

  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Reikningar bornir upp til samþykktar.
  3. Úrslit formanns- og stjórnarkjörs tilkynnt.
  4. Lagabreytingar.
  5. Kosning kjörnefndar.
  6. Tekju- og gjaldaáætlun kynnt og árgjöld ákvörðuð.
  7. Önnur mál.

Stjórnarkjör og framboð til stjórnar
Skrifstofa ráðsins leitar eftir félagsmönnum sem eru viljugir til að færa nafn sitt á ábendingarlista vegna kjörs til stjórnar Viðskiptaráðs. Listinn skal skv. lögum ráðsins innihalda a.m.k. nöfn 57 félagsmanna sem félagar geta veitt atkvæði sitt, en afl atkvæða ræður úrslitum. Athygli er vakin á því að kosning til stjórnar er óbundin og eru allir félagsmenn þannig kjörgengir. Ábendingarlistinn er því leiðbeinandi.

Hafi aðili hug á að bjóða sig fram til formanns skal framboðum skilað inn til skrifstofu ráðsins eigi síðar en þremur vikum fyrir boðaðan aðalfund.

Úrslit kosninga
Ábendingarlisti þessi fylgir kjörgögnum sem send verða félagsmönnum í byrjun febrúar mánaðar. Úrslit kosninga verða kynnt á aðalfundi en kjörtímabil stjórnar er á milli aðalfunda, sem haldnir eru á tveggja ára fresti. Sérhver félagi hefur, fyrir hvern og einn sem hann kýs, að lágmarki 50 atkvæði og síðan eitt til viðbótar fyrir hverjar 1.000 krónur sem hann hefur greitt í árgjald til ráðsins næsta reikningsár á undan. Enginn einn félagi má þó fara með meira en 2% atkvæðamagns.

Stjórn og varastjórn
Þau 18 í stjórnarkjöri sem flest atkvæði hljóta teljast réttkjörin í stjórn ráðsins ásamt þeim frambjóðanda sem flest atkvæði hlýtur í formannskjöri. Þau 19 sem næst koma að atkvæðamagni eru réttkjörnir varamenn. Á fyrsta fundi stjórnar eftir aðalfund skal stjórn kjósa sér varaformann og þrjá fulltrúa úr hópi aðalmanna, en þessir aðilar ásamt formanni mynda fimm manna framkvæmdastjórn Viðskiptaráðs.

Formaður stjórnar, sem jafnframt er formaður framkvæmdastjórnar, er kosinn sérstaklega í bundinni kosningu en stjórnarmenn í einu lagi.

Skráning á ábendingarlista
Félagsmenn eru vinsamlega beðnir að senda tölvupóst á thordis@vi.is fyrir miðvikudaginn 25. janúar næstkomandi hafi þeir áhuga á að færa nafn sitt á ábendingarlistann eða að bjóða sig fram til formanns stjórnar ráðsins.

Nánari upplýsingar veitir Finnur Oddsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs ( finnur@vi.is).

Tengt efni

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2014

Aðalfundur Viðskiptaráðs verður haldinn kl. 11:00 á Hilton Reykjavík Nordica, ...
9. des 2013

Aðalfundur Viðskiptaráðs: Kosning í fullum gangi

Við minnum á að aðalfundur Viðskiptaráðs fer fram miðvikudaginn 12. febrúar kl. ...
30. jan 2014

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2012

Aðalfundur Viðskiptaráðs verður haldinn kl. 11:00 á Hilton Reykjavík Nordica ...
25. nóv 2011