Morgunverðarfundur FRÍS: Er evran lausnin?

Staðsetning: Höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni

Í tilefni endurreisnar Fransk-íslenska viðskiptaráðsins, hefur einn af höfundum evrunnar verið kallaður á teppið. Ráðið býður til morgunverðarfundar í húsakynnum Arion banka, Borgartúni, föstudaginn 21. september kl. 08:15-10:00.

Dagskráin hefst með stuttum stofnfundi Fransk-íslenska viðskiptaráðsins. Fundarstjóri stofnfundarins er Hreggviður Jónsson. Opnunarerindi á stofnfundinum verða í höndum Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra og Marc Bouteiller, sendiherra Frakklands á Íslandi.

Framsögumenn á morgunverðarfundinum verða:

  • Yves-Thibault de Silguy, fyrrverandi framkvæmdarstjóri hjá Evrópusambandinu og einn af hugmyndasmiðum af hinni sameiginlegu mynt ESB
  • Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands
  • Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis
  • Frosti Sigurjónsson, rekstrarhagfræðingur og frumkvöðull

Yves-Thibault de Silguy var framkvæmdastjóri gjaldmiðilsmála hjá ESB árin 1995-1999 þegar grunnurinn að evrusamstarfinu var lagður. Það er því ekki að ósekju sem hann hefur verið kallaður "faðir evrunnar", meðal annarra. Aldrei hefur reynt jafn mikið á evrusamstarfið og nú og velta því margir fyrir sér hvort upptaka evru á Íslandi sé raunhæfur kostur fyrir atvinnulífið.

Fundarstjóri verður Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins.

Húsið opnar kl. 08.00, og boðið verður uppá kaffi og krósanta, enginn aðgangseyrir. Fundurinn verður túlkaður fyrir erlenda gesti (íslenska yfir á ensku).

Tengt efni

The Icelandic Economy - ný útgáfa

Viðskiptaráð hefur birt nýjustu útgáfu The Icelandic Economy. Skýrslan er á ...
21. júl 2021

Frekari fjárauka þörf

Þær aðgerðir sem kynntar hafa verið vegna COVID-19 lofa góðu og styður ...
24. mar 2020

Maastricht sem leiðarvísir

Það er lítt umdeilt að framtíðarstefna í peninga- og gjaldmiðilsmálum muni ráða ...
10. sep 2012