DIV: Aðalfundur og tengslamyndun

Dansk-íslenska viðskiptaráðið býður meðlimum upp á öflugan tegslamyndunardag í Kóngsins Köben fimmtudaginn 24. nóvember í Jónshúsi. Aðalfundur ráðsins fer fram kl. 14.00 sama dag og á honum fara fram hefðbundin aðalfundarstörf. Í beinu framhaldi verður haldin örráðstefna um verslun, smásölu og viðskiptatengsl Íslands og Danmerkur. Við ræðum verklag, leiðir og tækfæri sem eru til staðar. Þátttakendur í dagskrá hafa víðtæka reynslu í hönnun, sölu og markaðssetningu.

Að erindum og umræðum loknum bjóðum við upp á tengslamyndun með léttum veitingum. Hér er um að ræða gullið tækifæri til að fara í aðventuferð til Kaupmannahafnar og á sama tíma að styrkja tengslin við starfsemi Dansk-íslenska viðskiptaráðsins í Danmörku.

Hvenær: fimmtudaginn 24. nóvember kl. 15.00-17.00 (aðalfundur frá kl. 14.00)
Hvar: Jónshúsi, Øster Voldgade 12, 1350 København K
Aðgangseyrir: 4.800 ISK/300 DKK fyrir meðlimi og 6.400 ISK/400 DKK fyrir gesti
Flug: Hver og einn bókar sig sjálf/ur
Gisting: Boðið er upp á Corporate verð á Goldsmeden Axel hotels ef bókað er fyrir 14. nóvember.

Þátttakendur í dagskrá:
Fie Hansen Hoeck er forstjóri og meðstofnandi Food Ucer. Hún situr í stjórnum fjölda fyrirtæka, t.d. Madkulturen. Food Ucer er byggt á 25 ára reynslu Fie í matvælageiranum m.a. sem forstjóri hjá ISO og Netto.

Sanne Kristiansen er framkvæmdastjóri og meðstofnandi Food Ucer. Hún hefur 15 ára reynslu í matvælageiranum og í fyrirtækjarekstri í Svíþjóð.

Helgi Rúnar Óskarsson er forstjóri 66°Norður. Starfsemi fyrirtækisins hefur vaxið hratt og starfa nú um 450 manns hjá 66°Norður á Íslandi, í Danmörku og Lettlani. Fyrirtækið rekur tíu verslanir á Íslandi og tvær í Kaupmannahöfn.

Margrethe Odgaard er margverðlaunaður textílhönnuður sem hlaut nýlega heiðursverðlaun Torsten & Wanja Söderberg 2016. Hún opnaði eigið stúdíó 2013 en hefur einnig unnið fyrir aðila á borð við Muuto, Hay, Ikea og Georg Jensen Damask.

Eyjólfur Pálsson er stofnandi verslunarinnar Epal. Eyjólfur lagði stund á hönnunarnám í Danmörku og hefur síðustu 40 árin verið leiðandi í sínu fagi. Epal er ein helsta hönnunarverslun á Íslandi og býður upp á fjölbreytta íslenska og skandinavíska hönnun.

Tengt efni

Sveitarfélög horfi til alþjóðageirans

Viðskiptaráð hvetur Reykjavíkurborg til að skapa atvinnulífinu gott ...
2. jún 2021

Ógn við efnahagsbatann?

Erfitt er að átta sig á hvernig má ná niður atvinnuleysi í hálaunalandi án þess ...
15. jan 2021

Að spá fyrir um það sem hefur aldrei gerst

Sé kíkt undir húddið sést að atvinnuleysi er sá þáttur sem ræður einna mestu um ...
13. maí 2020