DIV: Aðalfundur og tengslamyndun

Dansk-íslenska viðskiptaráðið býður meðlimum upp á öflugan tegslamyndunardag í Kóngsins Köben fimmtudaginn 24. nóvember í Jónshúsi. Aðalfundur ráðsins fer fram kl. 14.00 sama dag og á honum fara fram hefðbundin aðalfundarstörf. Í beinu framhaldi verður haldin örráðstefna um verslun, smásölu og viðskiptatengsl Íslands og Danmerkur. Við ræðum verklag, leiðir og tækfæri sem eru til staðar. Þátttakendur í dagskrá hafa víðtæka reynslu í hönnun, sölu og markaðssetningu.

Að erindum og umræðum loknum bjóðum við upp á tengslamyndun með léttum veitingum. Hér er um að ræða gullið tækifæri til að fara í aðventuferð til Kaupmannahafnar og á sama tíma að styrkja tengslin við starfsemi Dansk-íslenska viðskiptaráðsins í Danmörku.

Hvenær: fimmtudaginn 24. nóvember kl. 15.00-17.00 (aðalfundur frá kl. 14.00)
Hvar: Jónshúsi, Øster Voldgade 12, 1350 København K
Aðgangseyrir: 4.800 ISK/300 DKK fyrir meðlimi og 6.400 ISK/400 DKK fyrir gesti
Flug: Hver og einn bókar sig sjálf/ur
Gisting: Boðið er upp á Corporate verð á Goldsmeden Axel hotels ef bókað er fyrir 14. nóvember.

Þátttakendur í dagskrá:
Fie Hansen Hoeck er forstjóri og meðstofnandi Food Ucer. Hún situr í stjórnum fjölda fyrirtæka, t.d. Madkulturen. Food Ucer er byggt á 25 ára reynslu Fie í matvælageiranum m.a. sem forstjóri hjá ISO og Netto.

Sanne Kristiansen er framkvæmdastjóri og meðstofnandi Food Ucer. Hún hefur 15 ára reynslu í matvælageiranum og í fyrirtækjarekstri í Svíþjóð.

Helgi Rúnar Óskarsson er forstjóri 66°Norður. Starfsemi fyrirtækisins hefur vaxið hratt og starfa nú um 450 manns hjá 66°Norður á Íslandi, í Danmörku og Lettlani. Fyrirtækið rekur tíu verslanir á Íslandi og tvær í Kaupmannahöfn.

Margrethe Odgaard er margverðlaunaður textílhönnuður sem hlaut nýlega heiðursverðlaun Torsten & Wanja Söderberg 2016. Hún opnaði eigið stúdíó 2013 en hefur einnig unnið fyrir aðila á borð við Muuto, Hay, Ikea og Georg Jensen Damask.

Eyjólfur Pálsson er stofnandi verslunarinnar Epal. Eyjólfur lagði stund á hönnunarnám í Danmörku og hefur síðustu 40 árin verið leiðandi í sínu fagi. Epal er ein helsta hönnunarverslun á Íslandi og býður upp á fjölbreytta íslenska og skandinavíska hönnun.

Tengt efni

„Við þurfum raunsæja nálgun“

Ávarp Ara Fenger, formanns Viðskiptaráðs, á Peningamálafundi Viðskiptaráðs sem ...
23. nóv 2023

Hvalir eru ekki blóm

„Ég skil að það sé freistandi að skrifa fréttir um innkaupakörfu áhrifavalds í ...
1. nóv 2023

Marel hlaut viðurkenningu fyrir sjálfbærniskýrslu ársins

Viðurkenning fyrir sjálfbærniskýrslu ársins var veitt í hádeginu við hátíðlega ...
8. jún 2023