Food and fun í París

Fransk-íslenska viðskiptaráðið (FRIS) stendur fyrir móttöku og viðskiptakvöldverði í París þriðjudagskvöldið 21. júní í tengslum við þátttöku Íslands á Evrópumótinu í knattspyrnu 2016.

Viðburðurinn verður haldinn í fallegum báti við Signubakka, við hlið Eiffel turnsins, og hefst kl. 19:00. Hátíðarkokkarnir Siggi Hall & Flora Mikula munu töfra fram íslenskt gæðahráefni og fransk-íslenski dúettinn Starwalker, þeir Barði Jóhannsson og Jean-Benoît Dunckel úr Air, draga fram rétta tóninn fram eftir kvöldi.

Dagsetning: þriðjudaginn 21. júní
Tímasetning: 19.00
Staðsetning: Terrasse des Vedettes de Paris, Port du Suffren, 75007 Paris
Verð fyrir meðlimi FRÍS: 110 EUR eða kr. 15.300
Verð fyrir aðra: 140 EUR eða kr. 19.450

Skráning fer fram hér

Tengt efni

Eiríkur Elís nýr formaður Gerðardóms Viðskiptaráðs

Garðar Víðir Gunnarsson og Haraldur I. Birgisson hafa tekið sæti í stjórn ...
16. jan 2023

Lögð verði áhersla á að liðka fyrir komu erlendra sérfræðinga

Umsögn Viðskiptaráðs um drög að atvinnu- og nýsköpunarstefnu Reykjavíkurborgar ...
2. mar 2022

Hvað á að gera við allar þessar háskólagráður?

Fjölgun háskólamenntaðra er stór áskorun en í raun ...
1. júl 2021