Málþing um nýsköpun og skapandi greinar í stafrænu hagkerfi

BRÍS, Breska sendiráðið, Háskólinn í Reykjavík og Samtök iðnaðarins bjóða til málþings um nýsköpun og skapandi greinar í stafrænu hagkerfi, miðvikudaginn 28. október. Heiðursgestur er ráðherra menningarmála og starfræns hagkerfis, Ed Vaizey.

Ed Vaizey, ráðherra menningarmála og stafræns hagkerfis í bresku ríkisstjórninni, flytur opnunarerindi og kynnir bresk nýsköpunarfyrirtæki sem eru að breyta daglegu lífi fólks um allan heim með nýrri tækni. Að því loknu halda fulltrúar breskra nýsköpunarfyrirtækja stutt erindi og taka þátt í opnum pallborðsumræðum.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Tengt efni

Ísland í dauðafæri á stafrænni vegferð stjórnvalda

Enn er Ísland eftirbátur margra samanburðarþjóða í þróun stafrænnar þjónustu á ...
14. des 2020

Vafa eytt um réttaráhrif birtingar

Viðskiptaráð fagnar þeirri stefnumörkun stjórnvalda að gera þjónustu hins ...
16. apr 2021

Íslensk útrás - London

Verslunarráð Íslands í samráði við Bresk-íslenska verslunarráðið stendur fyrir ...
7. apr 2005