Morgunverðarfundur og útgáfa Hollráða um heilbrigða samkeppni

Starfshópur um leiðbeiningar í samkeppnisrétti hefur unnið ötullega að því að gera leiðbeiningar til fyrirtækja um samkeppnisrétt. Líta nú leiðbeiningarnar dagsins ljós undir heitinu Hollráð um heilbrigða samkeppni - Leiðbeiningar til fyrirtækja og blásið verður til morgunverðarfundar af því tilefni.

Á fundinum fá gestir m.a. eintak af leiðbeiningunum og gagnlega yfirferð á samkeppnisrétti í formi fjögurra stuttra hugvekja frá vel völdum fagaðilum í samkeppnisrétti.Dagskrá:

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra opnar fundinn
Heimir Örn Herbertsson,formaður starfshóps um leiðbeiningar í samkeppnisrétti, fjallar um leiðbeiningarnar og leiðarljós vinnuhópsins í þeirri vinnu
Hugvekjur um samkeppnismál
  • Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins
  • Helga Melkorka Óttarsdóttir, meðeigandi og framkvæmdastjóri Logos
  • Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar
  • Bergþóra Halldórsdóttir, lögmaður hjá Samtökum atvinnulífsins
Netagerð
Marta G. Blöndal, fráfarandi lögfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs stýrir fundi
  • Þriðjudaginn 24. apríl
  • kl. 08:30-10:00
  • Vox Club, Hilton Nordica (gamla Pizza Hut)
    3.900 kr. *

*Morgunverður og prenteintak af leiðbeiningunum innifalið í verði

Skráning fer fram hér:

Tengt efni

Hollráð um heilbrigða samkeppni

Leiðbeiningar í samkeppnisrétti litu dagsins ljós í morgun undir heitinu Hollráð ...
23. apr 2018

Hollráð um heilbrigða samkeppni gefin út

Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Lögmannafélag Íslands buðu til ...
24. apr 2018

Enginn að biðja um bitlaust eftirlit

Séu samkeppnislög of íþyngjandi standa þau í vegi fyrir eðlilegri hagræðingu og ...
28. okt 2019