Morgunverðarfundur og útgáfa Hollráða um heilbrigða samkeppni

Starfshópur um leiðbeiningar í samkeppnisrétti hefur unnið ötullega að því að gera leiðbeiningar til fyrirtækja um samkeppnisrétt. Líta nú leiðbeiningarnar dagsins ljós undir heitinu Hollráð um heilbrigða samkeppni - Leiðbeiningar til fyrirtækja og blásið verður til morgunverðarfundar af því tilefni.

Á fundinum fá gestir m.a. eintak af leiðbeiningunum og gagnlega yfirferð á samkeppnisrétti í formi fjögurra stuttra hugvekja frá vel völdum fagaðilum í samkeppnisrétti.Dagskrá:

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra opnar fundinn
Heimir Örn Herbertsson,formaður starfshóps um leiðbeiningar í samkeppnisrétti, fjallar um leiðbeiningarnar og leiðarljós vinnuhópsins í þeirri vinnu
Hugvekjur um samkeppnismál
  • Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins
  • Helga Melkorka Óttarsdóttir, meðeigandi og framkvæmdastjóri Logos
  • Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar
  • Bergþóra Halldórsdóttir, lögmaður hjá Samtökum atvinnulífsins
Netagerð
Marta G. Blöndal, fráfarandi lögfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs stýrir fundi
  • Þriðjudaginn 24. apríl
  • kl. 08:30-10:00
  • Vox Club, Hilton Nordica (gamla Pizza Hut)
    3.900 kr. *

*Morgunverður og prenteintak af leiðbeiningunum innifalið í verði

Skráning fer fram hér:

Tengt efni

Hollráð um heilbrigða samkeppni gefin út

Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Lögmannafélag Íslands buðu til ...
24. apr 2018

Hollráð um heilbrigða samkeppni

Leiðbeiningar í samkeppnisrétti litu dagsins ljós í morgun undir heitinu Hollráð ...
23. apr 2018

Samkeppnismál í ójafnvægi

Ein áskorun íslensks viðskiptaumhverfis er skilgreining Samkeppniseftirlitsins á ...
3. maí 2018