Ráðstefna um góða stjórnarhætti

Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti, í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands og Nasdaq Iceland, efnir til árlegrar ráðstefnu um fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum þriðjudaginn 10. mars kl. 9.00-12.30 í hátíðarsal Háskóla Íslands. Aðgangseyrir er 9.500 kr.

Tveir erlendir sérfræðingar halda erindi, þeir Per Lekvall, ristjóri bókarinnar The Nordic Corporate Governance Model, og Magnus Billing, forseti Nasdaq OMX Stockholm.

Síðdegis sama dag fer fram Master Class með Per Lekvall frá kl. 13.30-16.00. Viðburðurinn er ætlaður áhugafólki og sérfræðingum um stjórnarhætti. Farið verður yfir The Nordic Model of Corporate Governanceog það borið saman við bandaríska/breska módelið. Að lokum verður fjallað um íslenska módelið og hvað íslensk fyrirtæki þurfa að leggja áherslu á varðandi góða stjórnarhætti. Aðgangseyrir er 9.500 kr.

Skráning og nánari upplýsingar hér

Tengt efni

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2022

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram fimmtudaginn 10. febrúar kl. 9.00 í ...
12. jan 2022

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2022

Fimmtudaginn 10. febrúar kl. 9.00 í Húsi atvinnulífsins
10. feb 2022

Alltaf á þolmörkum? Staða og framtíðarhorfur í heilbrigðismálum

Viðskiptaráð efnir til morgunfundar um heilbrigðismál. Fundurinn er einungis ...
18. ágú 2021